4-5 kjúklingabringur
4 hvítlauksrif, söxuð smátt
½ matreiðslurjómi
Piparostur
1 krukka rautt pesto
2 msk. soyasósa
5-10 dropar tabasco sósa
Léttsteikið hvítlauk upp úr smjöri. Bætið þá matreiðslurjóma, piparosti, pestó, soyasósu og tabasco sósu saman við. Blandið þangað til osturinn hefur bráðnað og smakkið til. Brúnið kjúklingabringurnar á annarri pönnu, á hvorri hlið og setjið síðan í eldfast mót. Hellið sósunni yfir bringurnar og eldið í hálftíma við 180 gráður.