Í upphafi nýrrar vinnuviku er upplagt að huga að heilsunni. Kjötlaus mánudagur, eða “meatless monday” nýtur víða vinsælda en hér fyrir neðan má finna nokkrar einfaldar og fljótlegar uppskriftir sem eiga það sameiginlegt að innihalda engar kjötafurðir.
2 stór eggaldin
2 tsk. ólífuolía
Kirsuberjatómatar
Mozzarella ostur
Ferskur basil, smátt skorinn
Balsamik gljái
Rauðar piparflögur
Salt
Pipar
Skerið eggaldin í ½ cm langar sneiðar. Penslið með olíu og kryddið eftir smekk. Steikið sneiðarnar á heitri pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær eru mjúkar í gegn. Raðið tómötum, osti og basil yfir og toppið með basil gljáa og piparflögum.
1 krukka kjúklingabaunir
2 tsk. olífuolía
2 hvítlauksgeirar
1 tsk. sítrónusafi
1-2 soðnar rauðrófur
¼ tsk. salt
Öllum hráefnum maukað saman og hummusinn er tilbúinn. Raðið fjórum sneiðum af súrdeigsbrauði á disk og smyrjið hummusnum yfir. Skerið tvö avakató í sneiðar og raðið yfir brauðsneiðarnar. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
6 meðalstórir kúrbítar
1 dós maísbaunir
1 dós svartar baunir
½ laukur
½ askja sveppir
4 tsk. graslaukur
¾ tsk. timían
½ tsk. svartur pipar
Cheddar ostur eftir smekk
Skerið kúrbítinn í tvennt og sjóðið í tíu mínútur. Þerrið kúrbítinn vel og raðið á ofnplötu. Fínsaxið lauk, sveppi og graslauk. Blandið hráefnunum saman og raðið á kúrbítinn. Dreifið ostinum yfir og bakið við 180 gráður í tuttugu mínútur.