fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Matur

Svona finnur ketódrottningin mun á sér þegar hún fastar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 13:30

Mynd: Jenna Jameson - Instagram @jennacantlose

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketódrottningin og fyrrverandi klámstjarnan Jenna Jameson er dugleg að deila alls konar fróðleik á Instagram. Hún hefur misst tæplega 40 kíló á ketó.

Sjá einnig: Öll ráðin og brögðin sem hafa hjálpað Jennu Jameson að missa tæplega 40 kíló

Hún deilir reglulega ráðum um ketó, þyngdartap og heilsu. Í nýjustu færslu sinni viðurkennir hún að hafa hætt að stunda tímabundna föstu (e. intermittent fasting) síðan hún flutti til Hawaii.

Intermittent fasting/Tímabundin fasta er þú fastar yfir ákveðinn tíma af sólarhringnum. Vinsælast er að fasta 16: 8 sem þýðir að þú fastar í sextán klukkustundir og borðar í átta klukkustundir. Til dæmis byrjar þú að borða klukkan 12:00 og borðar til 20:00. Síðan fastarðu til hádegis næsta dags, í sextán tíma samfellt.

Talið er að þetta hafi jákvæð áhrif á líkamann og geti hjálpað við þyngdartap. Hins vegar er þetta ekki mataræði heldur einungis verkfæri sem er hægt að nota til að léttast.

Jenna segist finna mikinn mun á sér þegar hún fastar og mælir eindregið með því.

„Ég verð að viðurkenna eitt. Síðan ég flutti til Hawaii hef ég hætt að stunda tímabundna föstu. Ég held að ég hafi bara orðið löt. Ég finn mun á mér, ég er ekki eins skýr í hausnum. Alveg klárlega ekki eins skörp og með mun minni einbeitingu,“ segir Jenna.

„Ég byrjaði að fasta aftur síðustu helgi og það er klárlega mjög erfitt að byrja aftur. Það heyrist svo mikið garnagaul að [sonur minn] vaknar. En eftir að hafa fastað í nokkra daga 16:8 þá hef ég tekið eftir því að maginn minn er flatari og húðin strekktari. Og ég er með mikið betri einbeitingu.

Þannig ef þú ert að spá hvort þú ættir eða ættir ekki að prófa intermittent fasting, þá mæli ég klárlega með því.“

https://www.instagram.com/p/BzwKCOpBfaf/

Jenna fastar 17:7, hún fastar í 17 tíma af sólarhringnum og borðar í 7.

Hún segist borða milli 11:00-18:00. Á meðan hún fastar drekkur hún vatn, te og svart kaffi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka
Matur
31.10.2023

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu