fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Matur

Góð og ódýr aðferð til að poppa hollt og gott poppkorn í örbylgjuofni

Fókus
Fimmtudaginn 27. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft hefur það ratað á síður blaðanna hve óhollt örbylgjupopp er, bæði vegna aukaefna í poppinu sjálfu og vegna skaðlegra efna í umbúðum. Hins vegar er hægt að poppa í örbylgjuofni án þess að vera með sérstakt örbylgjupopp.

Þessi aðferð er sögð fljótleg, þægileg og einnig er þetta ódýrara en að kaupa sérstakt örbylgjupopp. Það sem þarf til að poppa samkvæmt þessari aðferð er poppmaís, smjör (ekki smjörlíki), skál og diskur eða önnur skál. Þeir sem vilja geta síðan notað salt á poppið.

1. Poppmaís er hellt í skál sem má fara í örbylgjuofn.

2. Smjör er sett á annað ílát sem þolir að fara í örbylgjuofn, smekksatriði hversu mikið smjör er notað.

3. Ílátið með smjörinu er sett ofan á skálina með poppmaísnum. Það hindrar maísinn í að fara út um allan ofn.

4. Þetta er síðan sett í örbylgjuofni í 2:45 til 3 mínútur (fer eftir styrk ofnsins).

5. Þegar poppið er tilbúið er smjörinu hellt ofan á það (það er betra að nota ofnhanska þegar ílátin eru meðhöndluð).

6. Þá er bara að háma poppið í sig.

Svo eru margir sem telja poppkorn vera mjög hollt og ekki skemmir fyrir að það er gott. Þá hafa sumir gengið svo langt að segja að poppkorn sé ofurfæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá KALEO
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma