Þessi samlokubrauð eru einfaldlega bestu brauðin, en þau má nota sem hamborgarabrauð, í BLT samlokuna, grísasamlokuna eða bara eins og sést á myndinni – sem samloku með osti. Það er sniðugt að skera þessi í tvennt og eiga alltaf til í frystinum.
Hráefni:
2 bollar ostur
125 g rjómaostur
3 egg
3 bollar möndlumjöl
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. bleikt salt
Aðferð:
Hita ofninn í 200°C. Bræða saman ostana og hræra eggjunum útí. Bæta þurrefnunum við og hræra vel saman. Síðan eru gerðar sex bollur úr deiginu og þær penslaðar með bræddu smjöri og sesamfræ stráð yfir. Baka í fimmtán mínútur.