Það eru eflaust margir sem halda daginn hátíðlegan, enda bara einu sinni á ári sem 17. júní kemur með öllum sínum hátiðarhöldum. Einhverjir bjóða kannski í þjóðhátíðarkaffi og þá er tilvalið að bera fram ekta, íslenska pönnukökur.
Hráefni:
2 bollar hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1 tsk. sjávarsalt
1/2 bolli volgt kaffi
3 egg
1-2 tsk. vanilludropar
3-5 bollar mjólk
50 g brætt smjör
sykur
þeyttur rjómi
sulta
Aðferð:
Blandið hveiti, matarsóda, sjávarsalti, kaffi, eggjum, vanilludropum og 3 bollum af mjólk vel saman. Hér er lykilatriði að þeyta, þeyta, þeyta. Bræðið smjörið á pönnukökupönnunni yfir háum hita og þeytið saman við. Þeytið síðan 1-2 bollum af mjólk saman við. Deigið á að vera mjög þunnt en seigt. Skellið smá deigi á pönnuna og snúið því um þar til hún er öll hulin – pönnukökurnar eiga að vera næfurþunnar. Steikið pönnukökurnar í um 1/2 – 1 mínútu á hvorri hlið og skellið síðan á disk og sykrið. Síðan er það matsatriði hvort þið borðið þær bara sykraðar eða með sultu og rjóma. Mér finnst þær bestar bara sykraðar. Vel sykraðar.