Ef þig langar í stinnan maga er ekki nóg að gera bara magaæfingar. Það þarf líka að passa mataræðið og minnka sykurátið og mettaðar fitusýrur. Hérna eru nokkrar uppástungur að mat sem hjálpar til við að minnka fituna á maganum.
Aldrei sleppa morgunmatnum, hann er mikilvægasta máltíð dagsins. Hann er frábær fyrir meltinguna. Reyndu að fá þér bara venjulegan hafragraut, ef þú ert að borða hafragraut með allskonar bragði þá er hann með meiri sykri.
Rannsóknir hafa sýnt að bláber eru frábær til að minnka fitu á maganum. Þó svo þau séu frosin halda þau samt þeim eiginleika sínum.
Þær eru með einómettaðar fitusýrur sem er mjög góðar fyrir magamálið. Þær draga líka úr nammilöngun og eru fullar af trefjum.
Það er auðvitað gott að borða flestan fisk en lax er mjög góður og einnig túnfiskur. Þeir eru báðir ríkir af Omega-3 fitusýrum.
Allt grænmeti er mjög gott, en kál er fullt af vítamínum, lítið af kaloríum og er samt trefjaríkt líka.