Það er útlit fyrir að veðurblíðan eigi svo sannarlega eftir að leika við landsmenn næstu daga og því er þetta sumarsalat frá vefsíðunni Gimme More algjörlega tilvalið í hitanum.
Salat – Hráefni:
6 bollar klettasalat
2 bollar vínber, skorin í helminga
1 avókadó, skorið í teninga
½ bolli geitaostur, mulinn
½ bolli ristaðar valhnetur eða pekanhnetur
½ rauðlaukur, þunnt skorinn
Vinaigrette – Hráefni:
1/3 bolli ólífuolía
3 msk. balsamikedik
2 msk. hunang
½ tsk. sjávarsalt
1/8 tsk. svartur pipar
Aðferð:
Byrjum á vinaigrette. Hrærið öllum hráefnum saman í um þrjátíu sekúndur. Setjið síðan öll hráefnin í salatið í skál og drissið vinaigrette yfir. Hrærið saman og berið strax fram.