fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Matur

Dásamlegur rækjuréttur sem sparar tíma en eykur gleði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 12:30

Unaður á disk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við urðum að deila þessum rækjurétti með lesendum matarvefsins, en uppskriftina fundum við á vef Delish. Þvílíkur unaður sem þessi réttur er og einstaklega einfaldur.

Dásamlegur rækjuréttur

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
450 g risarækjur, hreinsaðar
salt og pipar
3 msk. smjör
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1½ bolli kirsuberjatómatar, skornir í helminga
3 bollar spínat
½ bolli rjómi
¼ bolli parmesan ostur, rifinn
¼ bolli ferskt basil, saxað
sítrónubátar, til að bera fram með

Aðferð:

Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Saltið og piprið rækjurnar vel. Steikið rækjurnar í 2 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Lækkið hitann og bætið smjörinu á pönnuna. Hrærið hvítlauk saman við þegar smjörið er bráðnað og steikið í um mínútu. Bætið tómötum saman við og saltið og piprið. Eldið þar til tómatar byrja að springa. Bætið þá spínati við og eldið þar til spínatið fölnar. Hrærið rjómanum, parmesan ostinum og basil saman við og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í um 3 mínútur. Setjið rækjurnar aftur á pönnuna og hrærið vel. Látið malla í um mínútu og berið fram með sítrónubátum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram