Á vefnum Taste of Home er að finna ágæta samantekt á því hvað gerist í líkamanum þegar þú borðar eitt avókadó á dag, en ávöxturinn er talinn mjög hollur.
Vissulega er avókadó hitaeininga- og fituríkur matur, en fitan sem finnst í ávextinum er holl. Þessi góða fita hefur frábær áhrif á kólestórólið og hækkar magn þess góða en lækkar það slæma.
Í hálfum avókadó eru rétt tæplega fimm grömm af trefjum. Því getur dagleg neysla ávaxtarins spornað gegn harðlífi og tryggt heilbrigða þarmaflóru. Þá er mikil fylling í trefjaríkum mat eins og avókadó og því um að gera að bæta ávextinum inn í mataræðið.
Í avókadó er mikið af B-vítamíni, sem hjálpar líkamanum að verjast sýkingum og sjúkdómum. Þá er einnig nóg af C- og E-vítamíni í ávextinum ásamt öðrum, náttúrulegum efnum sem eru góð í baráttunni gegn krabbamein.
Magnesíum er einnig að finna í avókadó, og það í miklu magni. Magnesíum minnkar streitu og bætir svefn.
Holla fitan sér einnig til þess að húðin ljómar, sem og hárið.