Það er ekkert sérstaklega gaman að þrífa eldhús og efri skáparnir eru kannski leiðinlegastir af öllu. Þeir sem steikja mat á pönnu af og til kannast líka við það hvernig fita getur sest á skápa og aðra fleti í kjölfarið.
Í myndbandinu hér að neðan sýnir eldhúsþrifasérfræðingurinn Teresa Ward, hvernig hægt er að nota olíu til að hreinsa burt aðra olíu. Fyrir þá sem muna eitthvað úr menntaskólaeðlisfræðinni er það fullkomlega rökrétt aðferð, þar sem vatn leysir jú ekki upp olíu, en olía leysir hins vegar upp olíu.
Sjáðu myndbandið og þú munt sannfærast!