Það eru ansi margir sem borða eftir lágkolvetna mataræði þessa dagana og oft er því haldið fram að áfengi sé algjörlega bannað á því mataræði. Það er hins vegar hægt að gera vel við sig með ýmsum drykkjum – til að mynda þessum frískandi kokteil.
Hráefni:
6 fersk jarðarber
1 tsk. súraldinsafi
2 msk. ljóst romm
¼ tsk. appelsínudropar
1–2 msk. vatn
ísmolar
Aðferð:
Setjið jarðarber, romm, súraldinsafa og appelsínudropa í blandara og blandið þar til drykkurinn er kekkjalaus. Ef hann er of þykkur er vatni bætt saman við og blandað. Setjið ísmola í glas og hellið drykknum yfir þá. Njótið.