Hamborgarinn STEFÁN KARL undirtitill Síðasta kvöldmáltíðin (tillaga Stefáns Karls sjálfs) lítur dagsins ljós í byrjun júní hjá Íslensku Hamborgarafabrikkunni.
Fyrir réttu ári síðan hófst samstarf Stefáns Karls Stefánssonar við Íslensku hamborgarafabrikkuna um framleiðslu á hamborgara í hans nafni framreiddan með sprettum ræktuðum af Spretta, sem var fyrirtæki Stefáns Karls.
Sjá einnig: Styttist í hamborgarann til heiðurs Stefáni Karli:„Síðasta kvöldmáltíðin“
„Nú vorum við að smakka endanlegan borgara eftir mikla yfirlegu og dýrðlegar smakkstundir og kjúklingaborgarinn er hreint út sagt geggjaður. Matreiðslumeistararnir á Hamborgarafabrikkunni kunna þetta svo sannarlega,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Sprettu.
„Sósan er sturlað Sprettumayo og svo er borgarinn borin fram með spriklandi ferskum sprettum. Við erum spennt og stolt af því að ýta þessu verkefni úr vör. Þið getið látið ykkur hlakka til.“
Þegar Hamborgarafabrikkan opnaði í apríl 2010 var markmiðið skýrt. Að breyta hamborgaralandslaginu hérlendis með því að bjóða nýjar og frumlegar útgáfur af hamborgurum og halda sífellt áfram við að þróa þennan alþjóðlega rétt og teygja möguleika hans í allar áttir.
Stefán Karl er þrítugasti og annar borgarinn í röðinni, en sjö borgarar hafa lifað frá opnun staðarins árið 2010.