Þessar eru dásemd fyrir alla á ketó. Gott að geyma þær í frysti og eiga í nesti.
Hráefni:
450 g rjómaostur
1/3 bolli sýrður rjómi
½ bolli fínmöluð sæta
2 egg
2 tsk. vanilludopar
Aðferð:
Hræra saman rjómaost og sýrðum rjóma. Bæta einu og einu eggi út í og síðast sætunni og vanilludropunum. Ég notaði tólf hólfa sílíkon form og bakaði í 20 mínútur á 175°C. Ég faldi líka eitt brómber í miðjunni á hverri köku. Ég bræddi síðan sykurlaust súkkulaði með smá kókosolíu og dassaði yfir. Áður en ég tók þær úr forminu frysti ég þær og þá losna þær líka auðvelda úr.