fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Fimm réttir sem klikka ekki á grillinu í sumar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2019 13:00

Sumarið er komið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurblíðan leikur við okkur og margir búnir að draga fram grillin. Því ákváðum við að setja saman matseðil með fimm æðislegum réttum sem eru fullkomnir á grillið.

Mánudagur – Grillaður lax með hunangssinneps sósu

Uppskrift af The Foodie and the Fix

Hunangssinneps sósa – Hráefni:

55 g smjör
¼ bolli hunang
¼ bolli bragðsterkt sinnep
¼ tsk. þurrkað dill

Önnur hráefni:

900 g laxaflök, skorin í 6 jafnstóra bita
salt og pipar
aðeins meira dill

Aðferð:

Stillið grillið á meðalhita. Setjið öll hráefnin í sósuna í lítinn pott og á grillið. Látið þetta malla í smá stund, takið síðan af hitanum og haldið eftir um það bil sex matskeiðum af sósunni. Saltið og piprið laxinn og stráið dilli yfir hann. Ekki krydda hliðina með roðinu, ef laxinn er með roði. Penslið roðlausu hliðina með sósunni (ekki þessum sex matskeiðum sem voru lagðar til hliðar) og setjið laxinn á grillið með roðið upp. Snúið flökunum við eftir fimm til tíu mínútur. Ef að laxinn er roðlaus verður að pensla hina hliðina líka áður en laxinum er snúið. Penslið sósunni síðan aftur á hliðina sem þið voruð búin að pensla. Eldið í fimm til tíu mínútur til viðbótar. Takið af grillinu og berið fram með sósunni sem þið hélduð eftir.

Grillaður lax með hunangssinneps sósu.

Þriðjudagur – Grillað flatbrauð með parmaskinku og aspas

Deig – Hráefni:

1 bolli volgt vatn
1½ tsk. þurrger
½ tsk. hunang
2–2 1/3 bolli hveiti
2 msk. ólífuolía
1 tsk. þurrkað basil
1 tsk. salt

Önnur hráefni:

12–14 ferskir aspasstilkar
8 sneiðar parmaskinka
85 g geitaostur
1 msk. ólífuolía
1 msk. nýkreistur sítrónusafi
½ tsk. þurrkað basil
¼ tsk. salt
pipar
½ bolli rifinn parmesan ostur

Aðferð:

Byrjum á deiginu. Blandið saman vatni, hunangi og geri. Látið þetta vera í sex til átta mínútur, eða þar til blandan byrjar að freyða. Blandið 1 ½ bolla af hveiti, ólífuolíu og salti saman við. Hnoðið saman og bætið hveiti saman við eftir þörfum. Smyrjið skál með ólíuolíu, setjið deigið í skálina og hyljið með viskastykki. Látið deigið hefast í um klukkustund.

Skerið parmaskinkuna í bita og hitið pönnu yfir meðalhita. Eldið skinkuna í um átta til tíu mínútur, eða þar til skinkan er stökk. Hrærið reglulega í skinkunni. Stillið grillið á meðalhita. Skerið af aspasinum. Nuddið þeim upp úr olíu, salti og pipar. Setjið aspasinn á grillið og grillið í fjórar til sex mínútur. Snúið honum einu sinni til tvisvar. Blandið 1 matskeið af ólífuolíu, sítrónusafa, basil, salti og pipar saman í lítilli skál. Skerið aspasinn í bita og drissið smá af olíusósunni yfir hann. Skiptið deiginu í tvo hluta og hnoðið létt. Látið hvíla í nokkrar mínútur. Fletjið út. Setjið á grillið, lokið því og grillið í fimm til sex mínútur. Hér er gott að setja deigið fyrst á pítsudisk sem er ætlaður til grillunar. Eftir fimm til sex mínútur snúið þið deiginu. Dreifið aspasinum, skinkunni og geitaosti yfir pítsurnar, sem og ¼ bolla af parmesan. Lokið grillinu. Látið grillast í þrjár til fjórar mínútur til viðbótar. Takið af grillinu og berið fram með olíusósunni.

Grillað flatbrauð með parmaskinku og aspas.

Miðvikudagur – Grilluð blómkálssteik

Uppskrift af K33 Kitchen

Blómkál – Hráefni:

1 stór blómkálshaus
20 g furuhnetur
handfylli af steinselju
sítrónubátar

Sósa – Hráefni:

1 msk. hlynsíróp
2 msk. sesamolía
1 msk. nýkreistur súraldinsafi
1 msk. sojasósa
1 msk. teriyaki sósa
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
pipar

Aðferð:

Snyrtið blómkálshausinn og skerið hausinn ílangt í „steikur“. Blandið öllum hráefnum í sósuna vel saman. Penslið hverja blómkálssteik með sósunni og passið að dreifa jafnt úr sósunni. Setjið „steikurnar“ á bakka sem þolir grill og hitið grillið. Ekki hafa mjög háan hita á grillinu heldur frekar lágan. Setjið „steikurnar“ á grillið og grillið í um tíu mínútur. Ristið furuhneturnar á meðan á pönnu. Kíkið á „steikurnar“ eftir tíu mínútur. Ef þær eru mjúkar og búnar að taka góðan lit eru þær tilbúnar. Berið þær fram með restinni af sósunni, furuhnetum, steinselju og sítrónubátum.

Grilluð blómkálssteik.

Fimmtudagur – Grillaðir kjúklingaleggir í filippeyskum stíl

Uppskrift af Amanda Cooks And Styles

Hráefni:

12 kjúklingaleggir
½ tsk. salt
½ tsk. pipar
1 msk. ólífuolía
vorlaukur, saxaður

Sósa – Hráefni:

½ bolli tómatsósa
¼ bolli púðursykur
¼ bolli sojasóa
2 msk. eplaedik
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 tsk. sítrónusafi
¼ tsk. salt
¼ tsk. pipar
1 tsk. sriracha sósa
½ tsk. chili flögur

Aðferð:

Byrjið á að blanda öllum hráefnum í sósuna vel saman og setjið til hliðar. Stillið grillið á lágan hita. Saltið og piprið kjúklingaleggina og penslið með olíu. Setjið leggina á grillið og snúið þeim á þriggja til fjögurra mínútna fresti. Gerið það þar til leggirnir eru fulleldaðir. Þegar að þeir eiga lítið eftir eru þeir penslaðir með sósunni. Takið síðan af grillinu, skreytið með vorlauk og berið strax fram.

Grillaðir kjúklingaleggir í filippeyskum stíl.

Föstudagur – Jalapeño borgarar

Uppskrift af Delish

Hráefni:

115 g mjúkur rjómaostur
½ bolli rifinn cheddar ostur
½ bolli rifinn ostur
2 jalapeño, saxaður
salt og pipar
6 sneiðar beikon, eldað og saxað
½ tsk. chili flögur
650 g nautahakk
4 hamborgarabrauð

Aðferð:

Blandið rjómaosti, cheddar, rifnum osti og jalapeño vel saman í meðalstórri skál. Saltið og piprið og blandið síðan beikoninu saman við. Mótið átta, þunn buff úr hakkinu og setjið ¼ bolla af fyllingu ofan á fjögur buff. Setjið síðan hin fjögur buffin ofan á. Þrýstið buffsamlokunum saman og mótið aftur ef þarf. Stillið grillið á meðalhita. Kryddið borgarana á báðum hliðum með chili flögum, salti og pipar. Setjið á grillið í 6 til 8 mínútur á hvorri hlið. Setjið í hamborgarabrauð og með áleggi og sósu að eigin vali og berið fram.

Jalapeño borgarar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb