fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Styttist í hamborgarann til heiðurs Stefáni Karli: „Síðasta kvöldmáltíðin“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. maí 2019 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann ber undiritilinn Síðasta kvöldmáltíðin og ég tek fram að það er brandari sem kom frá Stefáni Karli sjálfum þegar hugmyndin var í þróun,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson hjá Hamborgarafabrikkunni en það styttist í að hamborgari til heiðurs leikaranum ástsæla sem lést fyrir aldur fram í fyrra verði kominn á matseðil Fabrikkunnar.

Jurtir sem Stefán Karl þróaði sjálfur undir hatti fyrirtækisins Spretta leika hér stórt hlutverk:

„Þetta gengur ljómandi vel og við erum sennilega að fara að klára hann á mánudagsmorguninn með henni Steinunni Ólínu. Í byrjun júní ætti hann að detta inn á matseðilinn. Næsta vika verður notuð til að fínstilla og fínisera. Það er dálítið vandasamt að finna réttu spretturnar. Það snýst allt um það. Stebbi hafði komið á fót þessu fyrirtæki, sem heitir Spretta, með henni Soffíu Steingrímsdóttur sem stýrði því með honum og er núna að vinna með Steinunni í að halda því fyrirtæki gangandi og reyna að láta það vaxa og dafna. Þetta er mjög sérstakt, þetta eru svokallaðar „micro greens“ upp á ensku, meinhollar og stútfullar af andoxunarefnum. Þær eru bragðsterkar og Eyþór kokkur verið að prófa sig áfram undanfarið til að finna út hvaða sprettur við eigum að nota ferskar á borgarann og hvaða sprettur eigi að nota til að gefa sósunum bragð,“ segir Jóhannes en sósan sem er niðurstaðan af þessari þróunarvinnu er fagurbleik að lit:

„Hann notaði sprettuna Red Rambo sem er rauð og græn, og blandaði saman við majones. Þegar sú sósa var búin að standa í nokkra daga þá var hún komin með þennan lit því majonesið hafið dregið litarefni úr sprettunni úr sér.“

Jóhannes segir að þetta sé frábært og gefandi verkefni, það séu forréttindi hafa fengið leyfi til að taka þetta að sér og vinna með Steinunni Ólínu að verkefninu.

Hamborgarinn ber í augnablikinu titilinn Stefán Karl – Síðasta kvöldmáltíðin en yfirtitillinn gæti breyst. Það styttist í að landsmenn fái að bragða þessa merkilegu afurð. Myndin sýnir hamborgarann eins og hann lítur út núna en þar sem þetta verkefni er enn í þróun gæti hann tekið breytingum áður en matargestir Fabrikkunnar líta hann augum á diskum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka