Þessar fallegu kúlur urðu á vegi okkar á vefsíðunni Delish. Uppskriftin er afar einföld en auðvitað má leika sér með bragðefni alveg eins og hver vill.
Hráefni:
1 1/3 bolli hvítt súkkulaði, grófsaxað
½ bolli rjómi
3 msk. Jell-O duft með appelsínubragði
börkur af lítilli appelsínu
2 msk. flórsykur
Aðferð:
Blandið súkkulaðibitum og rjóma saman í skál sem þolir örbylgjuofn og bræðið saman í tíu sekúndur í senn og passið að hræra alltaf í blöndunni á milli. Hrærið Jell-O og appelsínuberki saman við þar til allt er blandað saman. Setjið plastfilmu yfir skálina og setjið í ísskáp þar til blandan harðnar, eða í um klukkustund. Búið til kúlur úr blöndunni og veltið þeim upp úr flórsykri. Njótið!