fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Matur

Þessar 5 matartegundir á að forðast að hita upp aftur: Geta verið hættulegar heilsunni við upphitun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. maí 2019 12:09

Skyldulesning.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um matarsóun hefur verið töluverð undanfarið og það er auðvitað gott að komast hjá því að henda mat og koma þannig í veg fyrir matarsóun. En í viðleitni okkar til að draga úr matarsóun má ekki gleyma að sumar tegundir matar er ekki ráðlegt að hita upp oftar en einu sinni.

Flestar matartegundir þola vel að fara aftur í pottinn eða örbylgjuofninn en það eru einnig algengar tegundir sem ekki er ráðlegt að hita upp aftur. Independent birti lista yfir nokkrar matarregundir sem forðast ætti að hita upp og er hann byggður á lista evrópska matarupplýsinga ráðsins, European Food Information Council.

Kjúklingur

Ef kjúklingur og annar fiðurfénaður er hitaður upp er hætta á að salmonella nái sér á strik. Sérstaklega ef hann er hitaður í örbylgjuofni því þá hitnar maturinn ekki jafnt sem hefur í för með sér að sumir hlutar hans hitna hraðar en aðrir. Önnur ástæða er að í kjúklingi er meira af prótínum en í rauðu kjöti og við upphitun brotna prótínin niður á mismunandi hátt og það getur valdið magaverkjum.

Hrísgrjón

Vandinn með upphitun hrísgrjóna felst ekki í hituninni sjálfri. Það mikilvægasta er að grjónin hafi ekki verið látin standa uppi á borði við stofuhita áður en þau kólnuðu. Ef það gerist fara bakteríur á fleygiferð í pottinum og ná að taka á sig mynd og geta valdið matareitrun þótt að grjónin séu hituð upp á nýjan leik.

Kartöflur

Það sama á nokkurn veginn við kartöflur og hrísgrjón. Ef þær eru látnar standa á borðinu er hætt við að baktería, sem heitir Clostridium botolinum, fari að vaxa í þeim. Þessi baktería getur framleitt mjög hættulegt eiturefni sem veldur matareitrun. Hættan á þessu er sérstaklega mikil ef kartöflunum er pakkað inn í álpappír og súrefni nær ekki að leika um þær. Þessar bakteríur drepast ekki endilega þegar kartöflurnar eru hitaðar upp að nýju.

Sveppir

Sveppir innihalda prótín sem geta brotnað hratt niður af völdum ensíma og örvera. Ef þeir eru ekki geymdir á viðeigandi hátt verða þeir fljótt lélegir að gæðum og geta valdið magaverkjum. Forðast á að hita sveppi ef 24 klukkustundir eða meira eru liðnar síðan þeir voru hitaðir í fyrsta sinn.

Spínat og annað grænmeti með lauf

Spínat og annað grænmeti með lauf innihalda mikið magn nítrats, sem er í sjálfu sér hættulaust. Vandinn er hins vegar að þegar nítrat breytist í nítrít og nítrósamín getur það orðið hættulegt. Slík eitrun getur haft áhrif á getu blóðsins til að flytja súrefni og er sérstaklega hættuleg fyrir börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn