fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Páskakökur sem þú trúir ekki hve einfalt er að gera

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 14:00

Dásamlegar dúllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páskarnir eru handan við hornið og gaman að leika sér í eldhúsinu á þessari rólegu og góðu hátíð. Hér eru á ferð æðislegar súkkulaðikökur sem líta út eins og moldarbeð með gómsætri gulrót í. Krakkarnir elska þessar!

Súper dúllulegar páskakökur

Hráefni – „Gulrætur“:

jarðarber
appelsínugult súkkulaði (eða hvítt súkkulaði litað appelsínugult)

Hráefni – Bollakökur:

3/4 bolli hveiti
3/4 bolli sykur
1/3 bolli kakó
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
1/8 bolli olía
1/3 bolli sýrður rjómi
2 msk. mjólk
1/3 bolli sjóðandi heitt vatn
1 egg
1 tsk. vanilludropar

Hráefni – Krem:

100 g mjúkt smjör
200 g flórsykur
75 g dökkt súkkulaði (brætt)
2-3 msk. kakó
1 tsk. vanilludropar
nokkur Oreo-kex

Hve sætar?

Aðferð:

Byrjum á „gulrótum“. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni með 30 sekúndna millibili þar til það er bráðið. Hrærið vel í blöndunni á milli lota í ofninum.
Dýfið jarðarberjunum í súkkulaðið og raðið þeim á smjörpappír. Leyfið súkkulaðinu að storkna. Svo eru það bollakökurnar. Hitið ofninn í 180°C og takið til 12 bollakökuform. Blandið þurrefnum vel saman í skál. Blandið blautefnum, nema vatni, vel saman í annarri skál. Blandið blautefnunum vel saman við þurrefnin. Blandið síðan vatninu varlega saman við þar til allt er vel blandað saman. Deigið verður í þynnri kantinum. Deilið deiginu á milli formanna og bakið í 15-18 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en þær eru skreyttar. Svo er það kremið. Þeytið smjör í 4-5 mínútur. Bætið því næst flórsykri, súkkulaði, kakó og vanilludropum vel saman við og hrærið vel. Ef kremið er of þykkt má bæta smá mjólk út í það. Skerið út holu í miðjunni á hverri köku. Smyrjið kreminu í kringum holuna og myljið Oreo-kex ofan á kremið. Stingið síðan „gulrótum“ ofan í holuna. Þetta er ekki flókið!

Alls ekki flókið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb