fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Matseðill vikunnar: Fimm ferskir réttir til að fagna vorinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 8. apríl 2019 13:30

Æðislegir réttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið er dásamlegt og þá er gott að elda létta og góða rétti sem lyfta andanum. Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir þessa yndislegu viku.

Mánudagur – Þorskur með ferskum kryddjurtum

Uppskrift af Rocky Moutain Cooking

Hráefni – Sósa:

1 búnt fersk steinselja
¼ bolli fersk dill
2 msk. saxaður skalottlaukur
2 tsk. saxaður hvítlaukur
2 msk. capers
börkur af 1 sítrónu
safi úr 1 sítrónu
½ bolli ólífuolía
salt og pipar

Hráefni – Fiskur:

600–900 g þorskur (eða annar hvítur fiskur)
ólífuolía
salt og pipar
paprikukrydd (ekki reykt)

Aðferð:

Byrjum á sósunni. Setjið öll hráefni í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til sósan er silkimjúk. Smakkið til með salti og pipar og setjið til hliðar. Hitið ofninn í 200°C. Stráið ólífuolíu yfir báðar hliðar fisksins og kryddið með salti, pipar og paprikukryddi. Bakið í 12 til 14 mínútur. Berið fram með sósunni og jafnvel fersku grænmeti.

Þorskur með ferskum kryddjurtum.

Þriðjudagur – Flatbrauð með aspas og pestó

Uppskrift af Sunday Measures

Hráefni:

tilbúið pítsudeig
1/3 bolli ólífuolía
1 bolli ferskt basil
2 hvítlauksgeirar
safi úr 1 sítrónu
1 msk. tahini
1 msk. vatn
chili flögur
salt og pipar
½ bolli kjúklingabaunir
2 þistilhjörtu, söxuð (má sleppa)
½ búnt aspas
3 msk. sólþurrkaðir tómatar

Aðferð:

Hitið ofninn í 230°C og takið til stóra ofnplötu. Blandið ólífuolíu, basil, hvítlauk, sítrónusafa, tahini, vatni, chili flögum, salti og pipar saman í matvinnsluvél þar til blandan er silkimjúk. Setjið í skál og blandið saman við kjúklingabaunir og þistilhjörtu. Fletjið út pítsudeigið og hafið það frekar þunnt. Færið á ofnplötuna og bakið flatbrauðið í um 5 mínútur. Takið þar úr ofninum og dreifið pestóblöndunni yfir brauðið. Raðið síðan aspas og sólþurrkuðum tómötum á það. Penslið kanta brauðsins og aspasinn með smá ólífuolíu og saltið og piprið eftir þörfum. Bakið í aðrar 12 til 15 mínútur. Leyfið þessu að kólna í 5 til 10 mínútur áður en brauðið er skorið.

Flatbrauð með aspas og pestó.

Miðvikudagur – Létt og góð baka

Uppskrift af Inspired Edibles

Hráefni:

½ bolli rauðlaukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 + ½ bollar brokkolí, skorið í bita
1 bolli rifinn cheddar ostur
6 egg
¾ bolli mjólk
¼ bolli rjómi
1 msk. Dijon sinnep
1 tsk. þurrkað basil
½ tsk. salt
pipar
kirsuberjatómatar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita og steikið lauk og hvítlauk í um 6 mínútur. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Setjið brokkolí og smá vatn í pönnuna og steikið þar til brokkolíið er aðeins orðið mjúkt. Takið af pönunni. Smyrjið eldfast mót og dreifið brokkolíinu í botninn. Þeytið eggin með mjólk, rjóma, sinnepi, basil, salti og pipar í skál. Bætið lauk og hvítlauk út í, sem og helming af ostinum. Þeytið vel og hellið yfir brokkolíið. Drissið restinni af ostinum yfir og bakið í 30 til 40 mínútur. Skreytið með tómötum og berið fram.

Létt og góð baka.

Fimmtudagur – Kúrbítsnúðlur

Uppskrift af Delish

Hráefni:

4 stórir kúrbítar
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
2 bollar kirsuberjatómatar, skornir í helminga
1 bolli mozzarella kúlur
¼ bolli ferskt basil
2 msk. balsamikedik

Aðferð:

Búið til núðlur úr kúrbítnum með þartilgerðu áhaldi. Setjið núðlurnar í stóra skál og blandið olíu, salti og pipar saman við. Látið þetta marinerast í fimmtán mínútur. Bætið tómötum, mozzarella og basil saman við og blandið vel. Drissið ediki yfir og berið fram.

Kúrbítsnúðlur.

Föstudagur – Kjúklinga kebab

Uppskrift af Muy Delish

Hráefni – Marinering:

2 mandarínur
3 hvítlauksgeirar
½ tsk. þurrkað oreganó
½ tsk. þurrkað kóríander
½ tsk. þurrkað broddkúmen
¼ tsk. þurrkað túrmerik
smá saffron (má sleppa)
½ tsk. púðursykur
1–¼ tsk. salt
1 tsk. pipar
1 msk. ólífuolía

Hráefni – Kebab:

500 g kjúklingur, skorinn í bita
½ laukur, skorinn í bita
½ rauð paprika, skorin í bita
1 msk. fersk steinselja

Hráefni – Jógúrtsósa:

½ agúrka, skorin í teninga
¼ bolli fersk kóríander
1 bolli grísk jógúrt
salt

Aðferð:

Byrjum á marineringunni. Skerið mandarínur í helminga og grillið í 3 mínútur á hvorri hlið. Setjið mandarínubörkinn í blandara ásamt restinni af hráefnunum í marineringuna. Blandið þar til blandan er orðin að grófri en mjúkri blöndu. Takið frá 1 matskeið til að nota í jógúrtsósuna. Setjið kjúklinginn í skál og blandið marineringunni saman við. Þekið kjúklinginn vel og setjið svo plastfilmu yfir skálina. Marinerið í 1 til 2 klukkustundir í ísskáp. Setjið lauk og papriku í skálina og nuddið upp úr marineringunni. Raðið síðan kjúklingi, lauk og papriku á grillspjót og grillið í um 10 til 15 mínútur. Munið að snúa spjótunum reglulega. Á meðan kjúklingurinn grillast er jógúrtsósan gerð með því að blanda öllum hráefnum í sósuna saman við 1 matskeiðina af marineringunni. Berið kjúklinginn síðan fram með sósunni og jafnvel kúskús eða góðu brauði.

Kjúklinga kebab.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb