Þessi einstaka frönskuuppskrift kemur úr smiðju Joy Bauer, en hér er um að ræða franskar eins og þú hefur aldrei smakkað.
Hráefni:
450 g gulrætur, skornar í þunna strimla
¼ tsk. salt
225 g kjúklingahakk
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 tsk. laukkrydd
½ tsk. salt
¼ tsk. pipar
¾ bolli cheddar ostur, rifinn
3 beikonsneiðar, eldaðar og muldar
10–15 súrar gúrkusneiðar
Aðferð:
Hitið ofninn í 220°C. Leggið gulræturnar í einfalda röð á ofnplötu. Saltið. Steikið í 25 mínútur og klárið í 1 til 2 mínútur á grillstillingu svo frönskurnar séu stökkar. Á meðan þær bakast er hakki og kryddi blandað saman á pönnu og eldað yfir meðalhita þar til hakkið er brúnað. Takið gulrætur úr ofninum og stráið hakki og beikoni jafnt yfir þær. Stráið cheddar osti yfir og setjið aftur inn í ofn á grillstillingu í um 3 mínútur. Takið úr ofninum, skreytið með gúrkum og berið fram með kokteilsósu.