fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Matur

Íslenska vegan samfélagið fagnar tilkomu nýrrar vöru: „OH MY GOOOOOOOOD!!!!!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska vegan samfélagið fagnar tilkomu nýrrar vöru á íslenskan markað. Um er að ræða vegan Magnum ís. Nýlega kom Magnum með vegan ís á markað sem hefur fengið góðar undirtektir. Íslenskir grænkerar hafa beðið eftir að ísinn komi til landsins og rætt mikið um möguleikann á því í Facebook-hópnum Vegan Ísland.

Sædís Karen Stefánsdóttir Walker deildi svo stórfréttunum fyrir grænkerana í Vegan Ísland í gær og gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta myndina. Sædís hafði samband við Kjörís, sem er með umboð fyrir Magnum, og spurðist fyrir um ísinn. Kjörís sagði að ísinn sé vonandi væntanlegur í næstkomandi maí mánuði.

Mynd: Skjáskot/Facebook.

„Með gleði í hjarta get ég sagt þér að þessi ís er á leiðinni til landsins!! Hann verður vonandi kominn í verslanir í maí mánuði. Ég var greinilega ekki með puttann á púlsinum en Magnum Classic er að koma til okkar vegan. Vonandi lýstu þessi tíðindi upp daginn hjá þér þar sem sólin er eitthvað að stríða okkur.“

Yfir 230 manns hafa líkað við færsluna þegar þessi grein er skrifuð og hafa fjölmargir skrifað við færsluna.

„Það borgar sig greinilega að senda á fyrirtæki og sýna eftirspurn,“ segir einn Facebook notandi.

„Ég er gjörsamlega hoppandi kátur yfir þessum fréttum,“ skrifaði annar

Ein fagnaði vel: „OH MY GOOOOOOOOD!!!!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu