Við rákumst á þessa stórgóðu uppskrift á vefsíðunni Taste of Home og bara urðum að deila henni áfram. Hve girnilega hljómar þessi einfaldi réttur?
Hráefni:
450 g nautahakk
1 meðalstór, græn paprika, söxuð
1 meðalstór laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 dós (280 g) maukaðir tómatar
225 g pastasósa
½ bolli ósoðin hrísgrjón
½ tsk. þurrkað basil
½ tsk. þurrkað oreganó
¼ til ½ tsk. af hverri pipartegund: hvítum, svörtum og cayenne
4–6 dropar „hot sauce“
1 lítill hvítkálshaus, saxaður
1 bolli rifinn ostur
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Steikið hakk, papriku, lauk og hvítlauk í pönnu yfir meðalhita þar til kjötið er eldað. Hellið vökva af og hrærið tómötum, pastasósu, hrísgrjónum, kryddi og „hot sauce“ saman við. Hellið eldfast mót og toppið með káli og osti. Setjið álpappír yfir og bakið í 65 til 75 mínútur, eða þar til hrísgrjónin eru fullelduð.