Núna um daginn fundum við Bjössi lykt af nýbökuðum tebollum í Nettó þannig að eitthvað þurfti að gera… og þessi dásemd varð til – tebollur fyrir fólk sem borðar eftir ketó mataræðinu.
Hráefni:
150g mjúkt smjör
1/3 bolli sæta (Ég notaði golden)
3 egg
¼ bolli sýrður rjómi/grísk jógúrt
1 tsk. vanilludropar
½ tsk. sítrónudropar
400 g möndlumjöl
½ tsk. bleikt salt
2 tsk. lyftiduft
150 g súkkulaðidropar
Aðferð:
Smjör og sykur hrært til létt og ljóst. Eggin út í eitt í einu og hræra vel á milli. Því næst jógúrt og dropar. Að lokum þurrefnin og súkkulaðið síðast. Baka í 15 mínútur á 175°C. Hver kemur í kaffi?
Það má einnig nota sítrónusafa og börk í stað dropanna, ekki verra. Systur og makar eru svo held ég með besta úrvalið af sykurlausu súkkulaði.