fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Matur

Sumarréttirnir sem koma okkur í gírinn – Númer fimm mun fara með ykkur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 29. apríl 2019 14:30

Matseðill vikunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný vika er hafin og sólin skín, þannig að okkur á matarvefnum datt í hug að gefa hugmynd að vikumatseðli, eingöngu með sumarlegum réttum.

Mánudagur – Lax og aspas

Uppskrift af Yay for Food

Hráefni:

4 laxaflök
450 g ferskur aspas
1 stór paprika, skorin í sneiðar
1 lítill laukur, skorinn í bita
2 msk. ólífuolía
salt og pipar

Marinering – Hráefni:

3–4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 msk. hunang
2 msk. sítrónusafi
1 msk. sojasósa
salt og pipar

Aðferð:

Blandið öllum hráefnunum í marineringuna vel saman í skál. Setjið laxinn í stóra skál og hellið marineringunni ofan á. Hrærið og passið að laxinn sé hludur í marineringu. Setjið plastfilmu yfir skálina og kælið í ísskáp í 15 mínútur. Hitið ofninn í 200°C og setjið smjörpappír á stóra ofnplötu. Raðið grænmetinu á plötuna og drissið með ólífuolíu. Saltið og piprið. Hrærið aðeins í grænmetinu og búið til pláss í miðju plötunnar fyrir laxinn. Setjið laxinn á plötuna og bakið í 10 til 15 mínútur. Gott er að strá ristuðum sesamfræjum yfir áður en rétturinn er borinn fram.

Lax og aspas.

Þriðjudagur – Pasta með ferskri tómatsósu

Uppskrift af Delicious on a Dime

Hráefni:

2 bollar kirsuberjatómatar
10 basillauf, fersk
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. ólífuolía
¾ tsk. salt
½ tsk. pipar
¼ tsk. hvítvínsedik
½ bolli geitaostur
350 g spagettí

Aðferð:

Blandið tómötum, basil, hvítlauk, ólífuolíu, ediki, salti og pipar saman í skál. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka en haldið eftir sirka bolla af pastavatni. Blandið geitaosti saman við tómatblönduna og bætið síðan heitu spagettíinu saman við og hrærið vel saman. Blandið smá af pastavatninu saman við og hrærið. Berið strax fram.

Pasta með ferskri tómatsósu.

Miðvikudagur – Kjúklingakebab

Uppskrift af Sips and Spice

Hráefni:

450 g kjúklingur, skorinn í bita
1/3 bolli grísk jógúrt
¼ bolli ólífuolía
1 msk. pipar
1 msk. allra handa krydd
1½ tsk. þurrkað kóríander
1½ tsk. broddkúmen
1 tsk. kanill
1 tsk. túrmerik
1 tsk. laukkrydd
1 tsk. salt
½ tsk. paprikukrydd
½ tsk. karrí
¼ tsk. chili flögur
2 msk. sítrónusafi
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
4–6 grillspjót

Aðferð:

Setjið kjúklingabitana í stóra skál ásamt öllum hinum hráefnunum og blandið vel saman. Setjið plastfilmu yfir skálina og marinerið í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkutíma. Þræðið bitana upp á spjót og grillið yfir meðalhita. Berið strax fram með meðlæti að eigin vali.

Kjúklingakebab.

Fimmtudagur – Steikarsalat

Uppskrift af Lounge 20

Chimichurri-sósa – Hráefni:

½ bolli ólífuolía
½ bolli fersk steinselja, söxuð
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. rauðvínsedik
1 lítill chili pipar, smátt saxaður
¾ tsk. þurrkað óreganó
salt og pipar

Steikarsalat – Hráefni:

2 nautasteikur, til dæmis rib eye eða t-bone
2 handfyllir af blönduðu salati
2 avókadó
2 msk. sítrónu- eða súraldinsafi
2 msk. ólífuolía
salt og pipar

Aðferð:

Fyrst búið þið til Chimichurri-sósuna með því að blanda öllum hráefnunum vel saman. Geymið sósuna í ísskáp. Hafið steikurnar við stofuhita og saltið og piprið. Setjið salatið á stóran disk og drissið með smá ólífuolíu. Skerið avókadó í þunna strimla og drissið með sítrónusafa. Hitið pönnu yfir háum hita og steikið steikurnar í um 3 mínútur á hverri hlið þegar að pannan er orðin heit. Takið steikurnar af pönnunni og látið þær kólna við stofuhita í nokkrar mínútur. Skerið þær í þunnar sneiðar og raðið ofan á salatið ásamt avókadó. Skreytið með Chimichurri-sósunni og berið fram.

Steikarsalat.

Föstudagur – Pylsu taco

Uppskrift af Blog Chef

Hráefni:

8 pylsur
½ rauðlaukur, smátt skorinn
salt og pipar
1 avókadó, maukuð
1 tómatur, saxaður
safi úr 2 súraldinum
3 msk. ferskt kóríander, saxað
½ bolli salsa sósa
1½ bolli rifinn cheddar ostur
8 hveiti tortilla-kökur

Aðferð:

Blandið avókadó, tómötum, lauk, súraldinsafa, kóríander, salt og pipar saman í skál og smakkið til. Blandið vel saman. Grillið pylsurnar yfir meðalhita. Takið þær af grillinu þegar þær eru tilbúnar. Setjið síðan ost í miðjuna á hverri tortilla-köku og salsa sósu og avókadóblönduna ofan á. Setjið pylsuna ofan á sósurnar, vefjið tortilla-kökunni utan um pylsuna og tannstöngul í gegn til að tryggja að vefjurnar opnist ekki. Grillið í nokkrar mínútur á lágum hita og berið fram strax.

Pylsu taco.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna