fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Frægir grænkerar: Beyoncé, Mike Tyson og fleiri vegan stjörnur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænkerum fjölgar hratt og þá einnig í Hollywood. Beyoncé, Natalie Portman og Jessica Chastain eru meðal þeirra stjarna sem hafa sagt skilið við dýraafurðir.

The Independent tók saman nokkra fræga grænkera sem við ætlum að deila áfram með lesendum.

Miley Cyrus og Liam Hemsworth

Stjörnuparið gifti sig nýlega og var brúðkaupið með vegan veitingar. Söngkonan hefur mikla ástríðu fyrir veganisma og talar mjög opinskátt um það.

Alicia Silverstone

Alicia varð vegan fljótlega eftir að hún lék í Clueless og hefur talað fyrir réttindum dýra síðan.

„Að vita sannleikann um hvaðan maturinn okkar kemur er svo óhugnanlegt finnst mér. Um leið og ég sá það, þá var engin leið til baka,“ sagði leikkonan í myndbandi fyrir Compassionate Meals.

Simon Cowell

Simon er nýlega orðinn grænkeri en hann sagði í viðtali við The Sun að hann ákvað að segja skilið við dýraafurðir heilsunnar vegna.

Venus Williams

Íþróttakonan Venus varð fyrst vegan fyrir heilsuna. „Ég var greind með sjálfsofnæmissjúkdóm og mig langaði að viðhalda afkastagetu minni á vellinum. Um leið og byrjaði, varð ég ástfangin af því að gefa líkama mínum orku á besta mögulega vegu. Ekki aðeins hjálpar þetta mér á vellinum heldur líður mér eins og ég sé að gera það rétta fyrir mig,“ sagði  Venus í viðtali við Health.

Natalie Portman

Leikkonan ákvað að verða vegan fyrir átta árum síðan eftir að hún lærði um umhverfisáhrif dýraafurða.

„Verksmiðjuframleiðsla dýraafurða er ábyrg fyrir mest af loft, vatns og landmengun – sem hefur einnig mjög mikil áhrif á fátæk samfélög. Þannig við getum tekið ákvarðanir þrisvar á dag, hvað við gerum varðandi jörðina okkar, og þú getur lagt þitt á mörkum einu sinni á dag, eða jafnvel einu sinni í viku með því að ákveða að borða ekki dýr eða dýraafurðir,“ sagði Natalie á styrktarsamkomu fyrir Environmental Media Awards.

Beyoncé

Beyoncé kýs að kalla sig plöntumiðaða (e. plant-based) frekar en vegan, en hún og eiginmaður hennar, Jay-Z, tóku 22 daga vegan áskorun árið 2013 og eru talin hafa verið vegan síðan þá.

David Haye

Breski boxarinn hefur verið vegan í nokkur ár.

Ariana Grande

Söngkonan varð vegan í nóvember árið 2018.

Ellie Goulding

Ellie hefur verið grænmetisæta í sjö ár og borðar mestmegnis vegan.

Mike Tyson

Fyrrum boxarinn varð vegan árið 2010. „Ég vildi óska þess að ég hefði fæðst svona,“ sagði hann við Fox News árið 2011.

Jessica Chastain

Leikkonan varð vegan fyrir um þrettán árum síðan. „Að vera vegan er ekki eitthvað sem mig langaði að vera. Ég bara virkilega hlustaði á það sem líkami minn var að segja mér,“ sagði hún við W Magazine 2017.

Rooney Mara

Rooney hefur verið vegan í átta ár. Hún sagði við Harper‘s Bazaar árið 2018 að það sé „betra fyrir heilsuna og umhverfið.“

Kim Kardashian West

Raunveruleikastjarnan er mögulega nýjasti frægi grænkerinn en hún lýsti því yfir á Instagram fyrr í apríl að hún væri nýbyrjuð að borða plöntumiðað fæði. Hún deildi mynd af vegan mat í Instagram Story og skrifaði: „Ég er að borða alveg plöntumiðað þegar ég er heima.“ Hugsanlega fer hún alla leið og segir alveg skilið við dýraafurðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum