Nú þegar sólin fer að hækka á lofti og sumarið nálgast er gott að eiga gómsæta íspinna í frystinum og vera við öllu búinn þegar hitabylgjan (vonandi) skellur á. Hér koma nokkrar auðveldar og ljúffengar uppskriftir að ávaxtaíspinnum fyrir börn og fullorðna sem auðvelt er að gera heima. Þær eru líka þeim kostum búnar að vera hollari en flestir þeir íspinnar sem keyptir eru út í búð. Það getur líka verið skemmtilegt að leyfa börnunum að taka þátt í gera frostpinnana. Svo er bara um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og prófa sig áfram í nýjum uppskriftum.
Innihald:
Tvö mangó
1 bolli grísk jógúrt
1 bolli einfalt síróp (sykur leystur upp í vatni)
Aðferð:
Best er að byrja á að gera einfalda sírópsuppskrift. Takið einn bolla af vatni og einn bolla af sykri og setjið í pott. Látið sjóða þar til sykurinn er búinn að leysast alveg upp. Kælið svo blönduna í ísskáp.
Afhýðið mangóið og skerið niður í litla bita. Setjið mangóið í skál ásamt matskeið af sírópinu og stappið saman. Bætið því næst hálfum bolla af grískri jógúrt saman við mangóið ásamt hálfum bolla af sírópinu.
Takið því næst aðra skál og hrærið saman hálfum bolla af jógúrt saman við um það bil hálfan bolla af sírópinu. Setjið blöndurnar því næst í kæliskáp í um 30 mínútur. Að lokum eru báðar blöndurnar sameinaðar í eina skál og hrært léttilega saman.
Blandan er sett í íspinnaform og það haft í frysti í um það bil 10 klukkustundir eða þar til pinnarnir eru alveg frosnir í gegn.
Innihald:
1/3 bolli límónusafi
1/2 bolli hvítur sykur
2,5 bollar vatn
1 granatepli
Aðferð:
Blandið límónusafanum, vatninu og sykrinum saman og hrærið þar til sykurinn er alveg búinn að leysast upp. Setjið blönduna í ísmolaform en ekki fylla þau alveg. Takið því næst steinana úr granateplinu og hrærið saman þannig að þau eru dreifð jafnt í formunum. Þá eru pinnarnir tilbúnir í frystinn þar sem þeir þurfa að vera í um sjö til tíu tíma.