Við á matarvefnum elskum nýjar tegundir af kjötbollum, til að mynda þessar sem við rákumst á á vef Delish. Virkilega bragðgóðar kjötbollur sem erfitt er að standast.
Hráefni:
450 g nautahakk
½ bolli brauðrasp
4 vorlaukar, skornir þunnt
1 egg
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk. engifer, saxað eða rifið
1 tsk. sesamolía
salt
smá chili flögur
¼ bolli maíssterkja
grænmetisolía, til að steikja
½ bolli kjúklingasoð
¼ bolli sojasósa
2 msk. eplaedik
2 msk. hoisin sósa
1 msk. hunang
2 tsk. sesamfræ
Aðferð:
Blandið hakki, brauðraspi, 2 vorlaukum, eggi, hvítlauk, engiferi og sesamolíu saman í skál. Saltið og piprið og hrærið vel þar til allt er blandað saman. Búið til bollur úr blöndunni og veltið þeim síðan upp úr maíssterkju. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið kjötbollunum út í og eldið þar til þær eru brúnar á öllum hliðum, eða í um 3 mínútur á hverri hlið. Takið bollurnar úr pönnunni og hellið fitunni af. Setjið kjúklingasoð, sojasósu, edik, hoisin sósu og hunang í pönnuna og þeytið til að blanda saman yfir meðalhita. Steikið í um 6 til 8 mínútur, eða þar til kjötbollurnar eru eldaðar í gegn. Takið af hitanum og skreytið með restinni af vorlauknum og sesamfræjum.