fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Kjötbollur sem erfitt er að standast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 12:00

Æðislegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á matarvefnum elskum nýjar tegundir af kjötbollum, til að mynda þessar sem við rákumst á á vef Delish. Virkilega bragðgóðar kjötbollur sem erfitt er að standast.

Kjötbollur

Hráefni:

450 g nautahakk
½ bolli brauðrasp
4 vorlaukar, skornir þunnt
1 egg
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk. engifer, saxað eða rifið
1 tsk. sesamolía
salt
smá chili flögur
¼ bolli maíssterkja
grænmetisolía, til að steikja
½ bolli kjúklingasoð
¼ bolli sojasósa
2 msk. eplaedik
2 msk. hoisin sósa
1 msk. hunang
2 tsk. sesamfræ

Aðferð:

Blandið hakki, brauðraspi, 2 vorlaukum, eggi, hvítlauk, engiferi og sesamolíu saman í skál. Saltið og piprið og hrærið vel þar til allt er blandað saman. Búið til bollur úr blöndunni og veltið þeim síðan upp úr maíssterkju. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið kjötbollunum út í og eldið þar til þær eru brúnar á öllum hliðum, eða í um 3 mínútur á hverri hlið. Takið bollurnar úr pönnunni og hellið fitunni af. Setjið kjúklingasoð, sojasósu, edik, hoisin sósu og hunang í pönnuna og þeytið til að blanda saman yfir meðalhita. Steikið í um 6 til 8 mínútur, eða þar til kjötbollurnar eru eldaðar í gegn. Takið af hitanum og skreytið með restinni af vorlauknum og sesamfræjum.

Þessar klikka ekki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna