Áður en við gæðum okkur á hinum ýmsu matvælum kíkjum við á dagsetninguna og könnum hvort varan sé nokkuð útrunnin. Það er hins vegar ekki alltaf að marka dagsetninguna, líkt og fjallað er um í annarri grein, og þá getur borgað sig að nota augu og nef til að meta stöðuna.
Svo má ekki gleyma þeim matvælum sem hafa í raun ótakmarkaðan endingartíma en Huffington Postbirti nýlega lista yfir slíkan mat.
Hunang
Hunang hefur svo gott sem endalaust geymsluþol. Liturinn gæti breyst og kristallar myndast en það er alveg jafn ætt og áður. Kristallarnir hverfa ef þú setur opna krukkuna í volgt vatn og hræri í hunanginu.
Hrísgrjón eru alltaf í jafn góðu standi og daginn sem þú keyptir þau. Jafnvel þó þau safni ryki er hægt að skola það af og gæða sér á þeim. Eina undantekningin eru brún hrísgrjón en þau innihalda meiri olíu en önnur og hún getur súrnað. Best er þó að geyma hrísgrjónin alltaf í loftþéttum umbúðum.
Þessi undravökvi jafn nytsamlegur til eldamennsku og heimilisþrifa. Að auki er besta mál að kaupa edik í stórum stíl þar sem það endist um aldur og ævi.
Salt er alltaf salt og skemmist ekki þó þú geymir það árum saman.
Til að tryggja nær endalaust geymsluþol maíssterkju er mikilvægt að halda henni þurri í loftþéttum umbúðum á svölum stað.
Sykur skemmist ekki en getur orðið grjótharður með tímanum ef hann er ekki geymdur í loftþéttum umbúðum sem verja hann fyrir raka (og skordýrum).
Þú þarft ekki að sturta í þig heilli viskíflösku til að tryggja að innihaldið skemmist ekki. Ef þú geymir hana nógu lengi getur hún jafnvel gengið í erfðir. Svo vel geymist sterkt áfengi.
Hægt er að geyma þurrkaðar baunir svo gott sem endalaust. Þær tapa ekki næringargildi með árunum en eftir því sem þær eldast gæti þurft að sjóða þær lengur og stundum verða þær ekki eins mjúkar og við myndum vilja.
Ekta vanilla er framleidd úr áfengi og helst fersk og bragðgóð eins lengi og þú átt hana til. Vanilla sem búin er til úr ýmsum öðrum bragðefnum hefur ekki svo langan líftíma. Það getur því verið kostur að borga örlítið meira fyrir alvöru vanillu sem endist.
Ef þú geymir það í frysti endist hlynsíróp að eilífu. Þú munt ekki sjá eftir því að eiga eitthvað af því í frystinum næst þegar þú bakar pönnukökur.