fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Matur

Langbesta skúffukakan – Sjáið uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 20. apríl 2019 12:30

Þessi klikkar seint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þurfa allir að luma á einni skotheldri uppskrift að skúffuköku og hér er á ferð sú allra besta – þó við segjum sjálf frá.

Langbesta skúffukakan

Hráefni – Skúffukaka:

2 bollar hveiti
2 bollar sykur
1/4 tsk. sjávarsalt til að skreyta
230 g smjör
4 msk. kakó
1 bolli sjóðandi heitt vatn
1/2 bolli súrmjólk
2 stór egg (þeytt)
1 tsk. matarsódi
1 tsk vanilludropar

Fljót að fara.

Hráefni – Krem:

150 g mjúkt smjör
300 g flórsykur
1/2 bolli karamellusósa
1 tsk. vanilludropar
1/4 tsk. sjávarsalt
1-2 msk. nýmjólk
3-4 msk. kakó
1-2 bollar skraut að eigin vali

Aðferð:

Byrjum á kökunni. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið eina litla ofnskúffu. Blandið hveiti, sykri og salti vel saman í skál. Bræðið smjörið í potti og bætið kakói og sjóðandi heitu vatni saman við þegar smjörið er bráðnað. Blandið súrmjólk, eggjum, matarsóda og vanilludropum saman í lítilli skál. Blandið súrmjólkurblöndunni saman við hveitiblönduna og síðan vatnsblöndunni. Hrærið allt vel saman. Hellið blöndunni í skúffuna og bakið í 25-30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna og búið svo til krem. Þeytið smjörið í 2-3 mínútur og hrærið síðan flórsykrinum saman við. Blandið karamellusósu, kakó, vanilludropum og salti vel saman við. Ef kremið er of þykkt má bæta smá mjólk saman við. Smyrjið kreminu ofan á kólnaða kökuna og skreytið að vild.

Falleg og góð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma