fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Matur

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. apríl 2019 21:00

Algeng mistök eru mörg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga. Svo segir að minnsta kosti í laginu. En stundum gerum við mistök áður en maturinn fer fyrrnefnda leið. Buzzfeed tók nýlega saman nokkur dæmi um algeng mistök í eldhúsinu sem unnt er að leiðrétta.

Að setja of mikið á pönnuna

Þumalputtareglan er að hafa nóg pláss þannig að maturinn sneiðarnar eða bitarnir snertist ekki þegar þú eldar kjöt eða fisk. Þannig tryggir þú að hitinn sé jafn mikill alls staðar.

Að setja of lítið salt í pastavatnið

Þegar kemur að því að sjóða pasta er algjört lykilatriði að setja nóg salt í vatnið, því sama hversu góða sósu þú notar er ekkert varið í bragðlaust pasta.

Að steikja allt upp úr ólífuolíu

Ólífuolía þolir ekki mjög háan hita og er líklegri til að brenna en margar steikingarolíur. Þess vegna er ekki gott að nota hana á pönnuna í hvert skipti og alls ekki þegar hitinn er hár.

Að mæla þurrefni í desílítramáli

Nákvæmni getur skipt sköpum í öllum bakstri og því er ekki ráðlagt að nota desílítramál til að mæla þurrefni. Gott er að nota eldhúsvog en annars eru mæliskeiðarnar auðveldasti kosturinn. Þær eiga að vera sléttfullar og nota má hníf til að skafa ofan af þeim svo útkoman sé svo gott sem fullkomin.

Að setja kalt kjöt á heita pönnu

Þetta á líka við um grillið eða ofninn. Best er að leyfa köldu kjöti að ná stofuhita áður en það er eldað. Þá eldast það jafnt og minni hætta er á því að það brenni, eða eldist um of utan á, meðan það er enn of rautt að innan.

Að nota alltaf teflon-pönnu

Teflon-pönnur eru ansi þægilegar en kokkurinn Amanda Cohen mælir ekki með því að nota hana eins glatt og margir gera. Hún hentar vel til að elda egg, pönnukökur og eggjabrauð en ekki margt annað. Ástæðan er sú að teflon-pannan gefur frá sér ákveðin hita sem er almennt lægri og hentar ekki eins vel við matargerðina.

Að setja hvítlaukinn of snemma á pönnuna

Það er auðvelt að brenna hvítlauk. Þess vegna er yfirleitt mælt með því að setja hann síðast á pönnuna.

Að steikja blautt grænmeti

Ef þú skolar grænmeti áður en þú setur það á pönnuna skaltu þurrka það vel áður. Allt þetta auka vatn veldur því nefnilega að grænmeti, eins og til dæmis spínat eða sveppir, sýður frekar en steikist á pönnunni.

Að láta kjötið ekki sitja eftir að það er eldað

Það borgar sig alltaf að gefa steikinni nokkrar mínútur á borðinu áður en það er skorið. Fyrir vikið verður sérhver munnbiti miklu betri.

Að geyma allt í ísskáp til að auka líftímann

Ísskápurinn er algjört töfratæki sem eykur líftíma matarins en það er ekki þar með sagt að allur matur eigi að fara inn í ísskáp. Sumar tegundir af ávöxtum og grænmeti eiga til dæmis ekkert erindi í ísskápin – sjáðu nokkur dæmi hér!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn