Þessar pönnukökur eru algjörlega dásamlegar og svo mjúkar að þær eru eins og ský. Þessar verðið þið að prófa.
Hráefni:
1½ bolli hveiti
1 msk. lyftiduft
2 msk. sykur
1 tsk. salt
¾ bolli nýmjólk
½ bolli kotasæla
2 stór egg
1 tsk. vanilludropar
safi og börkur úr 1 sítrónu
smjör
hlynsíróp
flórsykur
Aðferð:
Blandið hveiti, lyftidufti, sykri og salti saman í skál. Blandið mjólk og kotasælu saman í annarri skál og síðan eggjunum, einu í einu. Blandið vanilludropum, sítrónusafa og -berki saman við. Blandið blautefnum saman við þurrefnin þar til allt er blandað saman. Bræðið smjör í pönnu yfir meðalhita. Þegar að smjörið freyðið lækkið þið hitann og steikið pönnukökurnar í um þrjár mínútur á hvorri hlið. Berið fram með sírópi og flórsykri.