Þessa uppskrift fundum við á vefsíðunni Delish, en um er að ræða mjög einfaldan kvöldmat sem rífur svo sannarlega í.
Hráefni:
350 g spagettí
1 msk. ólífuolía
450 g kjúklingabringur, skornar í bita
salt og pipar
1 stór laukur, skorinn í hálfmána
2 paprikur, skornar í sneiðar
1 msk. chili krydd
1 msk. broddkúmen
2 tsk. oreganó
1 dós maukaðir tómatar
½ bolli kjúklingasoð
¾ bolli rjómi
½ bolli cheddar ostur, rifinn
½ bolli rifinn ostur
ferskt kóríander, saxað
Aðferð:
Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið olíu yfir meðalhita og steikið kjúklinginn. Saltið og piprið og steikið í 6 mínútur. Bætið lauk og papriku saman við og steikið í 5 til 7 mínútur til viðbótar. Bætið kryddum út í og hrærið. Blandið tómötum, soði og rjóma saman við og látið malla í 3 mínútur. Bætið spagettí saman við og hrærið, takið síðan af hitanum og bætið ostinum saman við. Hrærið, saltið og piprið, skreytið með kóríander og berið fram.