Það þarf að huga að ýmsu þegar halda skal veislu og hvort sem um er að ræða matar- eða kaffiboð er fyrsta áhyggjuefnið líklega hversu mikið af veitingum þarf að kaupa. Síðan þarf að útvega nóg af diskum, bollum, glösum og hnífapörum en það má alltaf bjarga sér með því að kaupa einnota borðbúnað. Síðan má auðvitað ekki gleyma að kaupa servíettur.
Hér er þægilegur listi sem ætti að gefa góða hugmynd um magn veitinga, en hann miðast við skammt á hvern fullorðin einstakling.
Forréttur: 50–100 g
eða
Súpa: 2–2,5 dl
og
Aðalréttur: 200–300 g
Meðlæti: 150 g
eða
Smáréttahlaðborð: 10–12 bitar, eða 2–3 af hverri tegund
og
Eftirréttur: 50 g eða 1 tertusneið eða 2 dl. af ís
Kökur: 3 sneiðar
Brauðterta: 1–2 sneiðar
Heitur brauðréttur: 200–300 g
Gosdrykkir: 0,5 l
Kaffi: 3 bollar á mann
Freyðivín: 1–2 glös
Vín: ½ flaska
Bjór: 1 l