Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian opnaði nýverið bloggsíðuna Poosh þar sem hún deilir ýmsum fróðleik, allt frá uppskriftum til persónulegra blogga.
Í nýrri færslu fá lesendur innsýn í búrið hennar Kourtney, sem er vægast sagt mjög skipulagt. Í færslunni segir að þó skipulagið virðist yfirþyrmandi þá sé leikur einn að koma búrinu í lag.
Kourtney elskar að finna fallegar körfur til að geyma hluti í og passar að merkja allar körfurnar á smekklegan hátt svo hún týni engu.
Varðandi þurrvöru eins og krydd og pasta þá geymir stjarnan slík matvæli í glerkrukkum og merkir hverja og eina. Kourtney gengur skrefinu lengra og límir límmiða á botn krukkanna með síðasta neysludegi vörunnar.
Eitt enn ráð frá Kourtney er að geyma vörur sem notaðar eru daglega í körfum eða hillum þar sem auðvelt er að nálgast þær. Vörurnar sem eru notaðar sjaldan eru geymdar í skúffum.