Rice Krispies kökur með súkkulaði og sírópi eru fastagestir í stórveislum og mannfögnuðum á Íslandi, en nú viljum við kynna lesendur fyrir Rice Krispies kökum sem eru búnar til úr sykurpúðum. Þessi uppskrift er af vefnum Delish en internetið er fullt af sniðugum uppskriftum í svipuðum dúr og hægt að skreyta bitana með alls kyns gúmmulaði, til dæmis hvítu súkkulaði og kökuskrauti.
Hráefni:
230 g smjör
680 g sykurpúðar
¼ tsk. salt
10 bollar Rice Krispies
Aðferð:
Smyrjið ílangt form, sirka 33 sentímetra langt, með smjöri. Bræðið smjör í stórum potti yfir meðalhita og bætið sykurpúðum og salti saman við. Hrærið þar til allt er bráðnað. Haldið áfram að elda blönduna þar til sykurpúðarnir eru gylltir, eða í um 5 mínútur. Takið af hitanum og hrærið Rice Krispies saman við. Hellið í formið og sléttið. Látið kólna alveg áður en þetta er skorið í bita og borið fram.