fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Langvinsælustu uppskriftirnar í einum pakka – Kjúklingur og ketó í aðalhlutverki

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2019 13:30

Matseðill vikunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á matarvefnum erum búin að birta ógrynni af uppskriftum frá opnun matarvefsins á síðari hluta seinasta árs. Því ákváðum við að taka saman vikumatseðil sem inniheldur aðeins langvinsælustu uppskriftirnar á matarvefnum frá stofnun hans – allar í einum pakka. Ketó kemur mikið fyrir sem og kjúklingur, en vonandi gefa þessar uppskriftir ykkur hugmyndir fyrir vikuna.

Mánudagur – Ekta djúpsteiktur kjúklingur sem er betri en á KFC

Hráefni:

14 kjúklingaleggir, eða 7 leggir og 7 læri
1 – 2 lítrar olía til steikingar
2 bollar hveiti
2 msk. maíssterkja
1½ msk. hvítlaukssalt
1 tsk. cayenne pipar krydd
1 tsk. hvítur pipar
½ msk. reykt paprikukrydd
1 msk. salt
1 tsk. svartur pipar
½ msk. engiferkrydd
2 stór egg
1¾ bolli súrmjólk
1½ bolli hveiti
2 msk. hvítlaukskrydd
½ tsk. cayenne pipar
1 tsk. salt
¼ tsk. svartur pipar

Aðferð:

Þurrkið kjúklinginn með pappírsþurrkum og leyfið honum að þorna á eldhúsborði í 15 mínútur. Stráið smá salti og pipar yfir hann og setjið til hliðar. Blandið síðan 2 bollum af hveiti, maíssterkju, 1½ matskeið af hvítlaukssalti, 1 teskeið af cayenne pipar, hvítum pipar, reyktu paprikukryddi, 1 matskeið af salti, 1 teskeið af svörtum pipar og engiferkryddi saman í skál og setjið til hliðar.

Blandið eggjum, súrmjólk, hveiti og restinni af kryddinu saman í annarri skál. Takið svo til stóran pott og hitið olíuna þar til hún nær 160°C gráðu hita. Á meðan dýfið þið kjúklingabitunum í þurrefnablönduna, síðan í blautu blönduna og síðan aftur í þurrefnablönduna. Djúpsteikið síðan kjúklinginn í um 15 mínútur, en passið ykkur að setja hann í og taka hann úr olíunni með töng svo þið brennið ykkur ekki.

Gott er að setja kjúklinginn síðan á grind með disk undir svo mesta olían geti lekið af honum. Leyfið honum að kólna í tíu mínútur áður en kjúklingurinn er borinn fram.

Djúpsteiktur kjúklingur.

Þriðjudagur – Ketó-kjúlli sem svíkur engan

Uppskrift af Delish

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
4 kjúklingabringur
salt og pipar
1 tsk. þurrkað oreganó
3 msk. brætt smjör
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 1/2 bolli kirsuberjatómatar
2 bollar spínat
1/2 bolli rjómi
1/4 bolli rifinn parmesan ostur
sítrónubátar

Aðferð:

Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Setjið kjúkling á pönnuna og kryddið með salti, pipar og oreganó. Steikið í 8 mínútur á hvorri hlið. Takið úr pönnunni og setjið til hliðar. Bræðið smjörið á sömu pönnu. Bætið hvítlauk út í og steikið í 1 mínútu. Bætið tómötum saman við og saltið og piprið. Eldið þar til tómatarnir byrja að springja og bætið því næst spínati saman við. Eldið þar til spínatið fölnar. Hrærið rjóma saman við sem og parmesan og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í 3 mínútur. Setjið kjúklinginn aftur í pönnuna og eldið í 5 til 7 mínútur. Takið af hitanum, kreistið sítrónusafa yfir og berið fram.

Ketó-kjúlli.

Miðvikudagur – Blómkálsréttur meistaranna

Uppskrift af Delish

Hráefni:

2 litlir blómkálshausar, skornir í bita
2 msk. smjör
3 hvítlauksgeirar, maukaðir
3 msk. hveiti (hér er hægt að minnka kolvetnin enn meira og nota xanthax gum)
2 bollar mjólk
55 g mjúkur rjómaostur
1 1/2 bolli rifinn cheddar ostur
salt og pipar
6 beikonsneiðar, eldaðar og muldar
1/4 bolli vorlaukur, saxaður

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Sjóðið blómkálið í þrjár mínútur í saltvatni í stórum potti. Hellið vatninu af blómkálinu og setjið það til hliðar. Bræðið smjör í stórri pönnu. Bætið hvítlauk út í og eldið í 1 mínútu. Bætið síðan hveiti við og hrærið í 2 mínútur. Bætið mjólk við og látið koma upp suðu. Bætið síðan rjómaosti saman við og hrærið vel. Takið af hitanum og hrærið 1 bolla af osti saman við og kryddið með salti og pipar. Raðið blómkálinu í eldfast mót og hellið ostasósunni yfir það. Hrærið til að blanda saman. Blandið beikoni og vorlauk saman við, en haldið eftir sirka 1 matskeið af hvoru fyrir sig. Skreytið síðan með restinni af ostinum, beikoni og vorlauk. Bakið í 30 mínútur.

Blómkálsréttur.

Fimmtudagur – Fullkominn ofnbakaður kjúklingur sem bragð er að

Hráefni:

1 msk. púðursykur
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 tsk. paprikukrydd
1 tsk. salt
1 tsk. svartur pipar
ólífuolía
4 kjúklingabringur
1 sítróna, skorin í sneiðar
fersk steinselja, grófsöxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Blandið sykri, hvítlauk, papriku, salti og pipar saman í skál. Drissið ólífuolíu yfir kjúklingabringurnar. Kryddið þær með kryddblöndunni þannig að bringurnar séu huldar í blöndunni. Raðið sítrónusneiðum á ofnplötu og raðið kjúklingabringunum ofan á þær. Bakið í um 25 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Pakkið bringunum inn í álpappír og leyfið þeim að hvíla áður en þær eru bornar fram. Skreytið með steinselju og njótið.

Ofnbakaður kjúlli.

Föstudagur – Tex Mex kjötbollur

Uppskrift af Delish

Hráefni:

700 g nautahakk
2 bollar rifinn ostur
½ bolli brauðrasp
2 msk. fersk steinselja, söxuð
2 hvítlauksgeirar, maukaðir
1 jalapeño pipar, fínsaxaður
1 stórt egg
1 tsk. kúmen
salt og pipar
1 msk. ólífuolía
½ laukur, saxaður
425 g maukaðir tómatar í dós
2 msk. chili pipar, saxaður

Aðferð:

Blandið saman hakki, 1 bolla af osti, brauðraspi, steinselju, hvítlauk, jalapeño, eggi og kúmen saman í skál og saltið og piprið. Blandið vel saman og mótið síðan kjötbollur úr blöndunni. Hitið olíuna yfir meðalhita á stórri pönnu. Raðið bollunum á pönnuna og steikið í 2 mínútur á hverri hlið. Færið bollurnar á disk. Bætið lauk á pönnu og steikið í 5 mínútur. Bætið maukuðum tómötum og chili út í og náið upp suðu í blöndunni. Lækkið hitann og setjið bollurnar aftur á pönnuna. Látið lok á pönnuna og látið malla þar til bollurnar eru eldaðar í gegn, í um 10 mínútur. Drissið restina af ostinum ofan á, setjið lokið á og látið malla í 2 mínútur. Skreytið með steinselju og berið fram.

Tex Mex kjötbollur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka