Oft er erfitt að finna meðlæti sem hentar með hverjum sem er, en við rákumst á þessa uppskrift á vefsíðunni Delish og elskum hana afar mikið.
Hráefni:
15 gulrætur, skornar í bita langsum
¼ bolli smjör
2 msk. hunang
½ tsk. þurrkað rósmarín
½ tsk. hvítlaukskrydd
salt og pipar
ferskt timjan (má sleppa)
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Bræðið smjör í potti yfir lágum hita. Blandið hunangi, rósmarín, hvítlaukskryddi, salti og pipar saman við og hrærið. Raðið gulrótum á ofnplötu og hellið gljáanum yfir. Bakið í 35 til 40 mínútur og skreytið með timjan áður en borið er fram.