fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Matur

Sjáið myndbandið: Breytið skyndinúðlum í hamborgarabrauð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2019 12:30

Þvílík snilld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skyndinúðlur eru vinsælar, enda afar einfalt og fljótlegt að útbúa þær. Það er hins vegar hægt að búa til svo margt sniðugt úr skyndinúðlum, eins og til dæmis þessa hamborgara.

Horfið á myndbandið til að sjá hvernig skyndinúðlum er breytt í hamborgarabrauð og lesið uppskriftina fyrir neðan myndbandið.

Skyndiborgarar

Hráefni:

salt
2 skyndinúðlupakkar
2 stór egg, þeytt
Svartur pipar
450 g nautahakk
1 jalapeño pipar, smátt saxaður
½ laukur, saxaður
1 vorlaukur, skorinn þunnt
½ tsk hvítlaukskrydd
4 ostsneiðar
kál
tómatur, skorinn í sneiðar
grænmetisolía
Sriracha sósa (til að skreyta – má sleppa)

Aðferð:

Byrjum á núðlubrauðinu. Sjóðið núðlurnar í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af og skolið núðlurnar með köldu vatni. Blandið núðlunum saman við eggin og saltið og piprið. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Setjið hringlaga kökuform eða hringi af krukkum á pönnuna og fyllið hringina með núðlublöndunni. Þrýstið blöndunni niður til að þétta hana. Eldið í um 4 mínútur, snúið svo við og eldið í 4 mínútur til viðbótar. Þurrkið af pönnunni og búið til borgarana. Blandið hakki, jalapeño, lauk, vorlauk og hvítlaukskryddi saman í stórri skál. Formið fjögur buff og saltið og piprið. Steikið í fjórar mínútur á hvorri hlið. Setjið ostsneið ofan á hvert buff og látið hann bráðna. Setjið borgarana saman með káli, tómat og Sriracha sósu, eða annarri sósu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum