fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Vikumatseðill fyrir þá sem vilja væna, græna og fljótlega rétti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2019 15:30

Fallegur matseðill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við ákváðum að vera ekkert að deila matseðli vikunnar á sjálfum bolludeginum, enda flestir uppteknir af því að dúndra í sig bollum með rjóma og öllu tilheyrandi. Hér eru hins vegar fjórar hugmyndir að réttum sem eiga það sameiginlegt að vera vænir, grænir og fljótlegir.

Þriðjudagur – Vegan baunasúpa

Uppskrift af Cupful of Kale

Hráefni:

1 rauðlaukur
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
5 bollar grænar baunir (frystar)
2 msk. „thai green curry paste“
400 ml kókosmjólk
400 ml vatn
1 súraldin

Til skreytingar (má sleppa):

2 grænir chili pipar
ferskur kóríander
kókosflögur
kókosrjómi

Aðferð:

Saxið laukinn og steikið í stórri pönnu með smá olíu. Bætið hvítlauk saman við eftir nokkrar mínútur og steikið í smá stund. Bætið baunum, „curry paste“, kókosmjólk og vatni saman við og náið up psuðu í blöndunni. Látið malla í 5 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota og kreistið safann úr súraldinu saman við. Saltið og piprið eftir smekk. Berið fram með ferskum chili pipar, kókosflögum, kóríander og kókosrjóma.

Vegan baunasúpa.

Miðvikudagur – Kjúklingabollur í lauksósu

Uppskrift af Delish

Kjötbollur – hráefni:

2 msk. ólífuolía
450 g kjúklingahakk
½ bolli rifinn ostur
¼ bolli brauðrasp
2 msk. fersk steinselja, söxuð
1 stórt egg, þeytt
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk. salt
pipar

Sósa – Hráefni:

4 msk. smjör
2 stórir laukar, skornir þunnt
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 bollar kjúklinga- eða nautasoð
2 tsk. ferskt timjan, saxað
salt og pipar
1½ bolli rifinn ostur

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C. Setjið álpappír á ofnplötu og nuddið olíu á hann. Blandið kjúklingahakki, osti, brauðrasp, steinselju, eggi og hvítlauk vel saman í skál. Kryddið með salti og pipar. Formið sextán kjötbollur og raðið á ofnplötuna. Bakið í 25 mínútur. Búið til sósuna á meðan. Bræðið smjörið í pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk út í og eldið þar til hann er mjúkur og gylltur. Bætið hvítlauk saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið soði, timjan, salti og pipar saman við. Náið upp suðu, lækkið hitann og látið malla þar til sósan þykknar, eða í um 10 mínútur. Setjið kjötbollur saman við og stráið osti yfir. Setjið lok á þar til osturinn bráðnar, eða í um 5 mínútur.

Kjúklingabollur í lauksósu.

Fimmtudagur – Frískandi pastaréttur

Uppskrift af Monday Sunday Kitchen

Hráefni:

500 g pasta, soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka
6 bollar ferskt grænkál
5 skalottlaukar, skornir þunnt
¼ bolli furuhnetur, ristaðar í þurri pönnu
½ bolli parmesan ostur, rifinn
¼ bolli ólífuolía
2 msk. pastavatn
safi úr 1 sítrónu
salt og pipar

Aðferð:

Setjið smá olíu í stóra pönnu yfir meðalhita. Setjið laukinn í pönnuna með smá salti og eldið í 8 til 10 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni. Bætið grænkáli í pönnuna og saltið ásamt smá meira af olíu. Hrærið vel. Eldið í 2 til 4 mínútur og hrærið reglulega. Blandið pastavatni, ¼ bolla af olíu og safa úr 1 sítrónu saman í lítilli skál. Hellið vatni af pastanum og setjið það aftur í pottinn sem það var soðið í. Blandið olíu- og sítrónublöndunni vel saman við pastað. Bætið síðan grænkálsblöndunni saman við, furuhnetum og rifnum parmesan. Hrærið vel og kryddið eftir þörfum. Berið fram með meira af parmesan osti.

Frískandi pastaréttur.

Föstudagur – Nautakjöt og brokkolí

Uppskrift af Cook at Home Mom

Hráefni:

450 g nautakjöt, skorið í bita
4–6 bollar brokkolí, skorið
2 msk. lárperuolía
½ tsk. sesamfræ
1 vorlaukur
1/3 bolli sojasósa
1 tsk. sesamfræ
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
½ tsk. engifer
1–2 döðlur, saxaðar
1/8 tsk. svartur pipar
½ tsk. „arrowroot starch“
½ tsk. „hot sauce“

Aðferð:

Blandið hvítlauk, engifer og döðlum vel saman í skál. Blandið sojasósu, sesamolíu og „hot sauce“ saman við. Marinerið nautakjötið upp úr helmingnum af sósunni í 30 mínútur. Blandið „arrowroot starch“ við restina af sósunni. Gufusjóðið brokkolíið í um 3 mínútur. Hitið olíu í stórri pönnu og steikið kjötið í 2 mínútur á hverri hlið. Setjið restina af sósunni og brokkolíið í pönnuna og blandið öllu vel saman. Eldið í 4 til 5 mínútur. Stráið sesamfræjum og vorlauk yfir og berið fram.

Nautakjöt og brokkolí.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb