Brauðin gerast ekki mikið einfaldari en þessi, en ástæðan fyrir því að þetta brauð er mjög mjúkt og bragðmikið er bjórinn sem er lykilhráefni.
Hráefni:
2 bollar hveiti
2 msk. sykur
350 ml bjór
115 g smjör
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið brauðform. Blandið hveiti, sykri og bjór saman í skál og hellið í formið. Bræðið helminginn af smjörinu og hellið yfir deigið. Setjið formið í ofninn og bakið í klukkustund. Bræðið restina af smjörinu og hellið yfir brauðið á meðan það er enn í forminu. Takið brauðið úr forminu og leyfið að kólna í 20 til 30 mínútur.