fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Matur

Bænum ykkar hefur verið svarað: Ketó Oreo er næstum því of gott til að vera satt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 19:30

Nammi namm!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem eru á ketó mataræðinu um þessar mundir en hér er á ferð ketóvæn útgáfa af vinsæla kexinu Oreo. Hittir beint í mark.

Ketó Oreo

Kex – Hráefni:

3/4 bolli möndlumjöl
1/3 bolli kakó
1/3 bolli kornótt sætuefni
2 msk kókoshveiti
1 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/3 bolli grænmetisolía
1 stórt egg
1 tsk vanilludropar

Fylling – Hráefni:

115 g mjúkt smjör
3/4 bolli sætuefni í duftformi
1 tsk vanilludropar
smá salt

Aðferð:

Blandið möndlumjöli, kakói, sætuefni, kókoshveiti, salti og lyftidufti saman í skál. Bætið eggi, olíu og vanilludropum saman við og blandið öllu vel saman. Vefjið deigið inn í plastfilmu og kælið í um 2 klukkustundir. Hitið ofninn í 175°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Dustið borðflöt með kakói og fletjið deigið út. Skerið út hringlaga kökur. Raðið kökunum á ofnplöturnar og bakið í 14 til 16 mínútur. Leyfið kökunum að kólna alveg. Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst. Bætið sætuefni saman við og þeytið vel. Síðan bætið þið vanilludropum og salti saman við og hrærið vel. Setjið krem á annan helminginn af kökunum og lokið með hinum helmingnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma