Ísland hefur ávallt verið kærkominn áfangastaður erlendra ferðamanna og þekktra einstaklinga, þrátt fyrir að létt sé í buddu þeirra þegar þeir yfirgefa landið. Julianna Vezza, matar- og ferðabloggari, sem er með heimasíðuna Bon Vivants er nýlega búin að vera á Íslandi og á Instagram má sjá nokkrar myndir frá dvölinni.
Vezza skellti sér að sjálfsögðu í Bláa lónið eins og flestir sem hingað koma, hún gisti í Tower Suites á Höfðatorgi, fór í Brauð og Co og á Austurlandið. Að hennar sögn eru kanelsnúðarnir á Brauð og Co þeir bestu sem hún hefur bragðað. Við mælum með því að fylgja Vezza og skoða gullfallegar myndir frá ferðum hennar, sem innihalda mat, fallega staði og áhugaverð lönd.
https://www.instagram.com/p/BvB4IuXFua4/?utm_source=ig_web_copy_link