fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Matur

Ketó skonsur fyrir skyndibitafíklana: „Bráðna í munni“ – „Algjör bomba“

Ketóhornið
Fimmtudaginn 21. mars 2019 14:30

Ketóhornið girnilegt að vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég bý með þremur karlmönnum sem telja skyndibitastaði „fine dining“ og því fátt sem ekki hefur verið kannað innan þess geira. Ameríkan er að sjálfsögðu gósenland skyndibitans og það fyrsta sem mínir menn gera þegar þangað er haldið er að gúggla helstu skyndibitastaði í næsta radíus. Þeir eiga sína uppáhalds og ef þeir finna Denny‘s Diner eða Popeye‘s er slegið undir nára og haldið af stað með bros á vör og garnagaul.

Ef það er eitthvað sem klikkar ekki á þessum stöðum eru það mjúkar skonsur sem bráðna í munni og eru bornar fram með morgunmat eins og á Denny‘s eða jafnvel einar og sér með brúnni sósu eins og á Popeye‘s. Algjör bomba.

Hér eru því ketó skonsur sem eru ofboðslega auðveldar og góðar bæði kvölds og morgna.

Skonsurnar umtöluðu.

Ketó skonsur

Hráefni:

3 bollar möndlumjöl
1 tsk Xanthan gum
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 egg, hrært
50 g kalt smjör í bitum
100 g rjómaostur
Kókoshveiti

Gott að nota glas til að skera út.

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Í matvinnsluvél fer möndlumjöl, Xanthan gum, lyftiduft og salt. Það unnið vel saman. Síðan er eggi, smjöri og rjómaosti bætt saman við. Allt unnið saman þar til deig myndast. Síðan stráum við smá kókoshveiti á borð og formum deigið í hring sem er ca. 2.5cm að þykkt og skerum út passlega stóra hringi. Ég notaði glas. Svo röðum við þeim í hringlaga form og bökum í 15-20 mínútur. Svo má gera hvað sem er við grunninn eins og að setja ½ bolla af osti, jalapeno eða krydda með einhverju skemmtilegu. Það er ekki hægt að gera neitt rangt. Hreinar eru þær dýrðlegar skornar í tvennt og bornar fram með smjöri og sultu.

Fallegar skonsur.

Svo er ég með gjafaleik á Instagram þar sem ég ætla að gefa áhöld sem ég nota mikið í eldhúsinu – meira um hann hér:

https://www.instagram.com/p/Bu_mBt7gs75/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram