Það er gott að luma á litlum molum yfir daginn að svala sárasta hungrinu. Hér er frábær uppskrift að millimáli í hollari kantinum, en leynihráefnið í því er fagurgræna lárperan, eða avókadó.
Hráefni:
1 lárpera, maukuð
2/3 bolli kókossmjör, brætt
¼ bolli hunang
1 tsk. vanilludropar
salt
115 g dökk súkkulaði, brætt
Aðferð:
Setjið lárperu, smjör, hunang, vanilludropa og smá salt í matvinnsluvél og vinnið þar til blandan er silkimjúk. Setjið í ílát og frystið í að minnsta kosti hálftíma. Setjið smjörpappír á bakka og búið til kúlur úr lárperublöndunni. Raðið kúlunum á bakkann og setjið aftur inn í frysti í um korter. Hjúpið hverja kúlu með súkkulaði, raðið aftur á bakkann og setjið aftur inn í frysti í um korter. Geymið í lofttæmdu íláti.