fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Matur

Bleikar pönnukökur gera daginn miklu betri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2019 08:30

Dásamlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessar pönnukökur eru ekki aðeins fallegar heldur meinhollar og innihalda engin litarefni. Fullkominn réttur til að byrja daginn.

Bleikar pönnukökur

Hráefni:

175 g hveiti
1 msk. maíssterkja
½ tsk. lyftiduft
1 rauðrófa, soðin (ekkert edik)
300 ml haframjólk
2 msk. grænmetisolía
1 msk. hlynsíróp
1 msk. eplaedik
1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Setjið öll hráefnin í blandara og blandið þar til deigið er silkimjúkt. Setjið smá olíu í pönnu yfir meðalhita og steikið pönnukökurnar í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Berið fram með því sem þið viljið, svo sem ferskum berjum, jógúrti eða sírópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna