fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Helgarmatur ketókroppsins: Slubbu Jóar sem slá í gegn hjá börnunum

Ketóhornið
Föstudaginn 15. mars 2019 17:00

Einfaldur og æðislegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var bangsinn minn, sonur minn hann Björn, sem bað mig um að græja það sem á ensku heitir „Sloppy Joe“, enda mikill uppáhaldsmatur hjá honum. Ég geri allt fyrir hann enda borðar hann mest af öllum í fjölskyldunni. Ég er því aðallega að elda ofan í hann. Það fyrsta sem hann segir þegar ég sæki hann í skólann er: Hvað er í matinn?

Mamma mín, Ýrr Bertelsdóttir, hjálpaði mér með íslensku nafngiftina á þessum klassíker, en hún er goðsögn þegar kemur að þýðingum. Úr varð nafnið Slubbu Jóar.

Þessi matur er klárlega snilld á laugardögum, en einnig frábært á hverju kvöldi þar sem þetta er svo einfalt og fljótlegt.

Slubbu Jóar

Hráefni:

1-2 msk. ólífuolía
1 kg hakk
1 laukur
1 dós tómatpúrra
2 msk. golden sæta
1 msk. dijon sinnep
1 msk. balsamik edik
2 tsk. Worcestershire sósa
1½-2 teningar nautakraftur
salt og pipar

Tilvalinn kvöldmatur.

Aðferð:

Hitið olíu í potti yfir meðalhita. Saxið laukinn og mýkið hann í olíunni í nokkrar mínútur. Hakkið sett út í og brúnað. Restinni af hráefnunum bætt saman við og hitinn lækkaður. Þessu leyft að malla í fimmtán mínútur. Það má líka setja ½ til 1 bolla af vatni út í ef þið viljið blautari blöndu. Geggjað að fylla paprikuhelming með hakkinu, ost yfir og grilla í ofni á 200°C í 15 mínútur.

Svo er ég með gjafaleik á Instagram þar sem ég ætla að gefa áhöld sem ég nota mikið í eldhúsinu – meira um hann hér:

https://www.instagram.com/p/Bu_mBt7gs75/?fbclid=IwAR1Y7rIxKvBMzU1j2RCAFjO5OsXFdSvWlryL-ks7jzQOB3RGBI2tUApNwcY

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum