Það var bangsinn minn, sonur minn hann Björn, sem bað mig um að græja það sem á ensku heitir „Sloppy Joe“, enda mikill uppáhaldsmatur hjá honum. Ég geri allt fyrir hann enda borðar hann mest af öllum í fjölskyldunni. Ég er því aðallega að elda ofan í hann. Það fyrsta sem hann segir þegar ég sæki hann í skólann er: Hvað er í matinn?
Mamma mín, Ýrr Bertelsdóttir, hjálpaði mér með íslensku nafngiftina á þessum klassíker, en hún er goðsögn þegar kemur að þýðingum. Úr varð nafnið Slubbu Jóar.
Þessi matur er klárlega snilld á laugardögum, en einnig frábært á hverju kvöldi þar sem þetta er svo einfalt og fljótlegt.
Hráefni:
1-2 msk. ólífuolía
1 kg hakk
1 laukur
1 dós tómatpúrra
2 msk. golden sæta
1 msk. dijon sinnep
1 msk. balsamik edik
2 tsk. Worcestershire sósa
1½-2 teningar nautakraftur
salt og pipar
Aðferð:
Hitið olíu í potti yfir meðalhita. Saxið laukinn og mýkið hann í olíunni í nokkrar mínútur. Hakkið sett út í og brúnað. Restinni af hráefnunum bætt saman við og hitinn lækkaður. Þessu leyft að malla í fimmtán mínútur. Það má líka setja ½ til 1 bolla af vatni út í ef þið viljið blautari blöndu. Geggjað að fylla paprikuhelming með hakkinu, ost yfir og grilla í ofni á 200°C í 15 mínútur.
https://www.instagram.com/p/Bu_mBt7gs75/?fbclid=IwAR1Y7rIxKvBMzU1j2RCAFjO5OsXFdSvWlryL-ks7jzQOB3RGBI2tUApNwcY