Það er enn þá frekar hryssingslegt úti og dásamlegt að gæða sér á einhverju ljúffengu kvöldsnarli þegar að dimma tekur. Hér er mjög einfalt snarl sem tekur enga stund að úbúa og er vægast sagt gómsætt.
Hráefni:
3 græn epli
1 bolli karamellusósa (sykurlaus fyrir lágkolvetna útgáfu)
1 bolli kókosflögur
½ bolli dökkt súkkulaði (sykurlaust fyrir lágkolvetna útgáfu)
3 msk smjör
Aðferð:
Skerið eplin í sneiðar og skerið miðjuna úr hverri sneið. Blandið karamellusósu og kókosflögum vel saman í skál og hellið blöndunni yfir hverja eplasneið. Blandið súkkulaði og smjöri saman í lítilli skál sem þolir örbylgjuofn. Bræðið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur í senn og hrærið á milli þar til allt er bráðnað. Drissið yfir eplasneiðarnar og berið fram.