fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Matur

Lágkolvetnakroppar – Þessi vikumatseðill er fyrir ykkur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2019 13:00

Matseðill vikunnar er lágkolvetna að þessu sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný vika gengin í garð og enn þá nokkuð margir sem borða eftir lágkolvetnamataræði eða ketó-mataræðinu. Því eru hér fimm uppskriftir sem eru allar lágkolvetna, og ættu að geta gefið ykkur innblástur inn í vikuna.

Mánudagur – Taílenskur ketó-fiskur

Uppskrift af Diet Doctor

Hráefni:

30 g smjör eða ólífuolía
700 g lax eða hvítur fiskur, skorinn í bita
salt og pipar
4 msk. smjör
2 msk. rautt eða grænt „curry paste“
400 ml kókosrjómi
½ bolli ferskt kóríander, saxað
425 g blómkál eða brokkolí

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C og smyrjið stórt eldfast mót með 30 grömmum af smjöri eða olíu. Raðið fiskibitunum í eldfasta mótið og saltið og piprið. Dreifið 4 matskeiðum af smjöri ofan á fiskinn. Blandið „curry paste“, kókosrjóma og kóríander saman í lítilli skál og hellið yfir fiskinn. Bakið í 20 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Á meðan fiskurinn eldast skerið þið blómkál eða brokkolí í bita og sjóðið í saltvatni í nokkrar mínútur. Berið fram með fiskinum.

Ketó-fiskur.

Þriðjudagur – Ostborgarakássa

Uppskrift af Healthy Recipes Blog

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
900 g nautahakk
1 meðalstór laukur, fínt saxaður
2 tsk. sjávarsalt
¼ tsk. svartur pipar
1 msk. smátt saxaður hvítlaukur
¼ bolli mæjónes
¼ bolli sykurlaus tómatsósa
1 msk. sinnep
1½ bolli bragðsterkur cheddar ostur, rifinn

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið stórt, eldfast mót. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Setjið hakk og lauk á pönnuna og eldið í um 5 mínútur. Hellið af vökva ef einhver er. Saltið og piprið og bætið hvítlauk út í. Eldið í 1 mínútu til viðbótar. Slökkvið á hitanum og hrærið mæjónes, tómatsósu, sinnepi og 1 bolla af cheddar osti saman við hakkblönduna. Setjið blönduna í eldfasta mótið og stráið restinni af ostinum yfir. Bakið í um 15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður. Berið strax fram.

Ostborgarakássa.

Miðvikudagur – Blómkálssúpa

Uppskrift af Family Style Food

Hráefni:

3 msk. ólífuolía
2 blaðlaukar, saxaðir
1 stór blómkálshaus, skorinn í bita
¼-½ tsk. chiliflögur (eða eftir smekk)
5 bollar vatn
2 tsk. salt
½ bolli rifinn parmesan ostur
½ bolli fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Setjið olíu í stóran pott og hitið yfir meðalhita. Bætið lauk út í, setjið lok yfir, lækkið hitann og eldið í 5 mínútur, eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Setjið blómkál, chiliflögur, vatn og salt út í og náið upp suðu. Látið malla í 25 mínútur, eða þar til blómkálið er mjúkt. Takið af hita og látið kólna í 10 til 15 mínútur. Hrærið osti saman við og maukið súpuna í blandara eða með töfrasprota. Stráið steinselju, parmesan osti og jafnvel ólífuolíu yfir súpuna áður en hún er borin fram.

Blómkálssúpa.

Fimmtudagur – Mexíkóveisla

Uppskrift af Delish

Hráefni:

8 stór egg
¼ bolli mjólk
salt og pipar
4 msk. smjör
6 beikonsneiðar
2 bollar spínat
1½ bolli svartar baunir
1 bolli kirsuberjatómatar, skornir í helminga
½ bolli salsa sósa
½ bolli cheddar ostur, rifinn
½ bolli rifinn ostur
lárpera, skorin í bita (til að skreyta)
ferskt kóríander (til að skreyta)
blanda af tómötum, gúrkum og rauðlauk, smátt skorið (til að skreyta)

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og smyrjið stórt, eldfast mót. Þeytið egg og mjólk saman þar til blandan freyðir. Saltið og piprið. Bræðið um hálfa matskeið af smjöri í pönnu og steikið ¼ bolla af eggjablöndunni eins og pönnuköku. Endurtakið þar til eggjablandan er búin. Búið til fyllinguna. Steikið beikonið í pönnunni yfir meðalfita. Takið úr pönnunni og haldið eftir um 2 matskeiðum af beikonfitu. Setjið spínat, baunir og tómata í pönnuna og eldið í um 3 mínútur. Saltið og piprið. Leggið eina eggjapönnuköku á flatan borðflöt og fyllið með spínati og beikoni. Rúllið pönnukökunni upp og endurtakið með restina af kökunum. Setjið þunnt lag af salsa sósu í eldfasta mótið og raðið upprúlluðu pönnukökunum ofan á. Setjið meira af sósu á toppinn, sem og rifinn ost og cheddar ost. Bakið í um 15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður. Skreytið með lárperu, kóríander og grænmetisblöndunni.

Mexíkóveisla.

Föstudagur – Ketó-samloka

Uppskrift af Delish

Hráefni:

6 stór egg
2 msk. rjómi
chili flögur
salt og pipar
1 msk. smjör
3 sneiðar cheddar ostur
6 hamborgarabuff
lárpera

Aðferð:

Þeytið egg, rjóma og chili flögur saman í skál. Saltið og piprið. Bræðið smjörið í stórri pönnu yfir meðalhita. Hellið um 1/3 af eggjablönduna í pönnuna. Setjið sneið af cheddar osti í miðjuna og leyfið þessu að eldast í um mínútu. Brettið upp á eggið þannig að það hylji cheddar ostinn. Takið af pönnunni og endurtakið með restina af eggjablöndunni og ostinum. Steikið hamborgarabuffin. Notið buffin eins og brauð og fyllið þau með egginu og lárperusneiðum. Berið fram strax með góðri sósu.

Ketó-samloka.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna