fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Láttu þetta eftir þér: Rice Krispies- og sykurpúðabrjálæði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 9. febrúar 2019 13:00

Nammi namm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi molar eru algjörlega sturlaðir en hvers bita virði.

Rice Krispies- og sykurpúðabrjálæði

Hráefni – Botn:

115 g mjúkt smjör
1 bolli sykur
2 egg
3/4 bolli hveiti
1 tsk. sjávarsalt
1/2 tsk. lyftiduft
35 g brætt súkkulaði

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ílangt form, ca 30-33 sentímetra að lengd. Blandið öllum hráefnum nema súkkulaði vel saman. Bætið því næst súkkulaðinu saman við og blandið vel saman. Skellið þessu inn í ofn í 15-17 mínútur.

Fallegir á diski.

Hráefni – Sykurpúðalag:

2 bollar litlir sykurpúðar

Aðferð:

Dreifið sykurpúðunum yfir botninn og setjið aftur inn í ofn í um 3 mínútur. Takið formið út úr ofninum og leyfið þessu að kólna.

Hráefni – Súkkulaðilag:

170 g súkkulaði
1/2 bolli hnetusmjör
1 bolli Rice Krispies

Aðferð:

Bræðið súkkulaði og hnetusmjör saman í potti yfir vægum hita. Blandið Rice Krispies saman við og smyrjið yfir sykurpúðalagið. Kælið í um klukkustund og njótið síðan.

Helgarlostæti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka